Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Valur Brynjar Antonsson

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að manneskjan sé æðri vera en dýr? Hvers vegna er rangt að drepa mann en ekki dýr?

Segjum að þú eigir hund að nafni Kátur sem þér þykir mjög vænt um, en líka að þú eigir lítinn bróður sem heitir Jón. Jón er óttaleg frekja og hann fer oft í taugarnar á þér. Einn daginn þegar þú ert að passa bróður þinn og foreldrar ykkar eru ekki heima kviknar skyndilega í íbúðinni. Jón sefur vært í rúminu sínu og Kátur í öðru herbergi. Þú hefur einungis tíma til að bjarga öðrum þeirra. Hvor þeirra yrði fyrir valinu?



Ef húsið þitt brynni, hvorum myndir þú bjarga, skemmtilega fjölskylduhundinum eða leiðinlega bróður þínum?

Það eru hverfandi líkur á að þú bjargaðir Káti og skildir litla bróður þinn eftir í brunanum. En hvers vegna? Það eru ýmsar hugsanlegar skýringar til á því. Ein þeirra byggir á þróunarkenningu Darwins (1809-1882) og kenningum félagslíffræðinga eins og Richard Dawkins (1942-). Í þær milljónir ára sem dýr hafa lifað á jörðinni hafa aðeins þau dýr lifað af sem „hugsuðu“ sérstaklega vel um genin sín. Og þú og ég eru afkomendur þessara dýra alveg eins og allir aðrir menn. Gen Jóns bróður þíns eru mjög lík þínum eigin genum, mun líkari en gen ykkar Káts. Þess vegna hugsarðu fyrst um að bjarga sjálfum þér og Jóni.

Svo eru til félagsfræðilegar skýringar í anda G. H. Mead (1863-1931) á því hvers vegna fólk tekur fjöldskyldumeðlimi fram yfir gæludýrin sín. Alveg síðan þú manst eftir þér hefurðu tilheyrt fjölskyldu. Þú kannt að tala því að foreldrar þínir kenndu þér það og þú hefur líka tileinkað þér gildi þeirra. Þú ert kannski ekki alltaf sammála fjölskyldu þinni en þér finnst mjög mikilvægt að hún hlusti á þig og viðurkenni þig sem persónu. Ef þú ættir ekki fjölskyldu og vini værir þú ekki þú, alveg eins og ef þú hefðir aldrei átt spegill myndirðu ekki vita hvernig þú litir út.

Þessar útskýringar segja þér heilmikið um hvers vegna þú myndir bjarga bróður þínum. Þær segja þér hins vegar ekkert um það hvort þú ættir að bjarga honum frekar en hundinum Káti. Þær svara ekki spurningunni hvort það sé rétt eða rangt að taka frekar tillit til manna en dýra. Til þess að svara því verðum við að skoða siðfræði og trúarbrögð. Hvor með sínum hætti fást við réttlæti og ranglæti og muninn á góðu og illu.



Út frá sjónarmiði margra eru dýr lægra sett en menn, en ættu þau að vera það?

Trúarbrögð eru mismunandi og gefa því misjöfn svör. Þeir sem aðhyllast austræn trúarbrögð eins og hindúatrú telja að sálin geti endurfæðst í bæði manns- og dýralíkama. Samkvæmt slíkum trúarbrögðum er því rangt að drepa dýr. Gyðingar og kristnir menn trúa því aftur á móti að aðeins menn hafi sál. Það þýðir hins vegar ekki að koma megi fram við dýrin hvernig sem er, því í Mósebók Biblíunnar stendur að Guð hafi falið manninum að hugsa vel um dýr og önnur sköpunarverk Guðs.

Heimspekingar hafa líka mismunandi svör við þessari spurningu. René Descartes (1596-1650) taldi manninn vera æðri veru því hann byggi yfir skynsemi og sjálfsvitund. Hann taldi hins vegar að dýrin væru vélræn fyrirbæri; eins konar líffræðilegar vélar sem gætu ekki skynjað umheiminn eins og menn. Aðrir heimspekingar eins og Jeremy Bentham (1748-1832) töldu að skynsemin ein og sér ætti ekki að veita mönnum nein sérstök forréttindi. Mestu máli skipti hvort lífverur fyndu til sársauka eða ekki. Ætti þetta þá ekki við um bæði dýr og menn? Peter Singer (1946-), frægasti dýrasiðfræðingur okkar tíma, er á þessu máli. Singer segir að réttlætið felist í að taka tillit til allra einstaklinga sem geta fundið til, hvort sem þeir tilheyra sömu dýrategund eða ekki. Samkvæmt honum er það tegundaremba að segja að menn séu æðri en önnur dýr, svipað og það er karlremba að segja að karlar séu æðri en konur.

Allt er þetta mjög umdeilt. Mörgum finnst að þetta sé ein mikilvægasta spurning siðfræðinnar á 21. öldinni og eflaust verður margt skrifað um þetta á næstunni.

Helstu heimildir og myndir:

  • Dawkins, Richard, The selfish gene, Oxford: Oxford University Press, 1999.
  • Singer, Peter, Animal liberation, New York: Harper Collins, 2002.
  • Mynd af bruna er af I Teach Fire Safety
  • Mynd af hundi með mann er af Dog Walking Man

Höfundur

Útgáfudagur

21.6.2005

Spyrjandi

Kristbjörg Fjeldsted, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

Valur Brynjar Antonsson. „Af hverju eru dýr lægra sett en menn?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5069.

Valur Brynjar Antonsson. (2005, 21. júní). Af hverju eru dýr lægra sett en menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5069

Valur Brynjar Antonsson. „Af hverju eru dýr lægra sett en menn?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5069>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?
Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að manneskjan sé æðri vera en dýr? Hvers vegna er rangt að drepa mann en ekki dýr?

Segjum að þú eigir hund að nafni Kátur sem þér þykir mjög vænt um, en líka að þú eigir lítinn bróður sem heitir Jón. Jón er óttaleg frekja og hann fer oft í taugarnar á þér. Einn daginn þegar þú ert að passa bróður þinn og foreldrar ykkar eru ekki heima kviknar skyndilega í íbúðinni. Jón sefur vært í rúminu sínu og Kátur í öðru herbergi. Þú hefur einungis tíma til að bjarga öðrum þeirra. Hvor þeirra yrði fyrir valinu?



Ef húsið þitt brynni, hvorum myndir þú bjarga, skemmtilega fjölskylduhundinum eða leiðinlega bróður þínum?

Það eru hverfandi líkur á að þú bjargaðir Káti og skildir litla bróður þinn eftir í brunanum. En hvers vegna? Það eru ýmsar hugsanlegar skýringar til á því. Ein þeirra byggir á þróunarkenningu Darwins (1809-1882) og kenningum félagslíffræðinga eins og Richard Dawkins (1942-). Í þær milljónir ára sem dýr hafa lifað á jörðinni hafa aðeins þau dýr lifað af sem „hugsuðu“ sérstaklega vel um genin sín. Og þú og ég eru afkomendur þessara dýra alveg eins og allir aðrir menn. Gen Jóns bróður þíns eru mjög lík þínum eigin genum, mun líkari en gen ykkar Káts. Þess vegna hugsarðu fyrst um að bjarga sjálfum þér og Jóni.

Svo eru til félagsfræðilegar skýringar í anda G. H. Mead (1863-1931) á því hvers vegna fólk tekur fjöldskyldumeðlimi fram yfir gæludýrin sín. Alveg síðan þú manst eftir þér hefurðu tilheyrt fjölskyldu. Þú kannt að tala því að foreldrar þínir kenndu þér það og þú hefur líka tileinkað þér gildi þeirra. Þú ert kannski ekki alltaf sammála fjölskyldu þinni en þér finnst mjög mikilvægt að hún hlusti á þig og viðurkenni þig sem persónu. Ef þú ættir ekki fjölskyldu og vini værir þú ekki þú, alveg eins og ef þú hefðir aldrei átt spegill myndirðu ekki vita hvernig þú litir út.

Þessar útskýringar segja þér heilmikið um hvers vegna þú myndir bjarga bróður þínum. Þær segja þér hins vegar ekkert um það hvort þú ættir að bjarga honum frekar en hundinum Káti. Þær svara ekki spurningunni hvort það sé rétt eða rangt að taka frekar tillit til manna en dýra. Til þess að svara því verðum við að skoða siðfræði og trúarbrögð. Hvor með sínum hætti fást við réttlæti og ranglæti og muninn á góðu og illu.



Út frá sjónarmiði margra eru dýr lægra sett en menn, en ættu þau að vera það?

Trúarbrögð eru mismunandi og gefa því misjöfn svör. Þeir sem aðhyllast austræn trúarbrögð eins og hindúatrú telja að sálin geti endurfæðst í bæði manns- og dýralíkama. Samkvæmt slíkum trúarbrögðum er því rangt að drepa dýr. Gyðingar og kristnir menn trúa því aftur á móti að aðeins menn hafi sál. Það þýðir hins vegar ekki að koma megi fram við dýrin hvernig sem er, því í Mósebók Biblíunnar stendur að Guð hafi falið manninum að hugsa vel um dýr og önnur sköpunarverk Guðs.

Heimspekingar hafa líka mismunandi svör við þessari spurningu. René Descartes (1596-1650) taldi manninn vera æðri veru því hann byggi yfir skynsemi og sjálfsvitund. Hann taldi hins vegar að dýrin væru vélræn fyrirbæri; eins konar líffræðilegar vélar sem gætu ekki skynjað umheiminn eins og menn. Aðrir heimspekingar eins og Jeremy Bentham (1748-1832) töldu að skynsemin ein og sér ætti ekki að veita mönnum nein sérstök forréttindi. Mestu máli skipti hvort lífverur fyndu til sársauka eða ekki. Ætti þetta þá ekki við um bæði dýr og menn? Peter Singer (1946-), frægasti dýrasiðfræðingur okkar tíma, er á þessu máli. Singer segir að réttlætið felist í að taka tillit til allra einstaklinga sem geta fundið til, hvort sem þeir tilheyra sömu dýrategund eða ekki. Samkvæmt honum er það tegundaremba að segja að menn séu æðri en önnur dýr, svipað og það er karlremba að segja að karlar séu æðri en konur.

Allt er þetta mjög umdeilt. Mörgum finnst að þetta sé ein mikilvægasta spurning siðfræðinnar á 21. öldinni og eflaust verður margt skrifað um þetta á næstunni.

Helstu heimildir og myndir:

  • Dawkins, Richard, The selfish gene, Oxford: Oxford University Press, 1999.
  • Singer, Peter, Animal liberation, New York: Harper Collins, 2002.
  • Mynd af bruna er af I Teach Fire Safety
  • Mynd af hundi með mann er af Dog Walking Man
...