Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3949 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?

Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?

Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?

Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu?

Líkbrennsla hefur tíðkast í mörg þúsund ár. Viðhorf til líkbrennslu eru iðulega nátengd trúarbrögðum og menningu á hverjum stað á hverjum tíma. Hjá Grikkjum og Rómverjum var líkbrennsla algengur útfararsiður en eftir því sem kristni breiddist út lögðust bálfarir að mestu leyti af í Evrópu. Á miðöldum voru lík hel...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?

Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...

category-iconHugvísindi

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...

category-iconSálfræði

Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...

category-iconSálfræði

Er heili siðblindingja öðruvísi en í venjulegu fólki?

Spurning Eneku hljóðaði upphaflega svona:Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi? Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki p...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?

Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær fannst fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum?

Á fyrstu árum veirufræðinnar, frá lokum nítjándu aldar fram til 1928, uppgötvuðust 30 veirur. Sú fyrsta sem fannst sýkti lauf tóbaksjurtarinnar og fjallað er sérstaklega um hana í svari við spurningunni Hvernig og hvenær varð veirufræði til? Tveir þriðji hluti veira sem fundust á þessum árum ollu sjúkdómum í dýrum...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?

Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

Fleiri niðurstöður