Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5553 svör fundust
Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?
Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...
Hvað er mengi?
Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, til dæmis má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stö...
Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?
Svar við þessari spurningu var upphaflega skrifað í maí 2001 en endurritað að hluta í janúar 2019. Tilefni endurskoðunar er að ljúka frásögninni á árinu 1945 þegar hermdarverk nasista voru öllum sem vildu vita ljós og áður en mismunandi viðhorf um stefnu Ísraelsríkis fóru að skipta mönnum í ólíka flokka. Sú skipti...
Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...
Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...
Hvað ræður straumi í ám?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...
Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?
Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...
Í hvað er kjarnorka aðallega notuð?
Þegar rætt er um notagildi kjarnorku er við hæfi að byrja á því að fjalla um sólina. Sólir eins og okkar eru í sinni einföldustu mynd ægistór vetnishvel. Þyngdarkraftar láta vetnið falla saman þar til þéttleiki vetnis í iðrum sólarinnar verður svo hár að kjarnasamruni gerist algengur. Við þetta losnar orka, sem hi...
Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?
Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...
Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?
Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hé...
Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...
Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?
Fyrst er þess að geta að spyrjandi skrifaði stökustað með litlum staf í upphaflegri spurningu sinni. Við höfum hins vegar leyft okkur að breyta s-inu í S með þeim rökum að munurinn á s og S heyrist sem kunnugt er ekki í framburði. Auk þess bendir allt til þess að spurningin sé hugsuð þannig að um ákveðinn stað (St...