Hvar er Stökustaður? - Ekki í orðabókinni.Þess má að vísu geta neðanmáls að orðmyndin 'stöku' er sérstakt flettiorð í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals frá 1920-1924 og skýrt sem aukafall (lat. casus obliquus, e. oblique case) af nafnorðinu 'staka' eða lýsingarorðinu 'stakur'. Hins vegar höfum við ekki trú á því að 'stökustaður' geti verið kenndur við íslensku ferskeytluna þó að orðið 'stökufær' sé til í orðabókum og vísi til hennar. Orðabækur eru skemmtileg lesning og þar má til dæmis sjá að til er sögnin 'að staka' í merkingunni að 'stjaka við, hrinda' og getur því komið fyrir að einhver staki einhverjum á stökustað. Mönnum er bent á að varast þetta ef þeir eru nálægt slíkum stað enda gæti ella komið upp velþekkt umræða um hvað sé slys og hvað ekki. En við höfum annars komist að þeirri niðurstöðu í rannsóknum okkar að Stökustaður sé sérnafn eins og veðurfréttir og spyrjandi gefa til kynna. Í rannsóknum okkar höfum við meðal annars kannað þá tilgátu að Stökustaður sé á veðurskipinu Líma sem var vinsælt í veðurfréttum á sínum tíma (takið eftir að þetta rímar). Við höfum orðið að hafna þessari tilgátu því að menn halda áfram að tala um Stökustað þó að þetta skip virðist nú vera úr sögunni.
Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?
Útgáfudagur
19.12.2003
Spyrjandi
Ólafur Sigurgeirsson, f. 1987
Tilvísun
Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3923.
Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 19. desember). Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3923
Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3923>.