Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi?
Læknar og tannlæknar mega auglýsa opinberlega hér á landi, en auglýsingum þeirra eru þó settar þröngar skorður. Í 1. mgr. 17. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir:Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum í blöðum sem birta má í hæsta lagi þrisvar þegar hann hefur ...
Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?
Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...
Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?
Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn. Hjólið hans/hennar er grænt. Línuskautarnir þeirra eru svartir. Eignarforn...
Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?
Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...
Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?
Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...
Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...
Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr?
Fjölmargar spendýrategundir hafa veiðihár, til dæmis velflestar tegundir af ættinni Carnivora (rándýr) eins og selir, hundar, kattardýr svo og öll smærri rándýr eins og þvottabirnir, minkar og víslur. Spendýr af ættinni Rodentia (nagdýr) eru einnig með veiðihár. Segja má að veiðihár spendýranna gegni nokkurn ve...
Gáta: Ef þú segir mig er ég ekki lengur. Hver er ég?
Við höldum að vel kunni að vera til fleiri en eitt svar við þessari spurningu, en svar okkar er undir þessum tengli....
Ef Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga?
Þetta er góð spurning enda hafa margir velt þessu fyrir sér. Skýringin á því að þetta kemur að engu gagni felst í því að peningar eru í sjálfu sér gagnslausir, það er til dæmis hvorki hægt að borða þá né nota þá sem skjólfatnað. Þeir þykja engu að síður verðmætir vegna þess að það er hægt að kaupa nytsama hlut...
Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?
Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr. Þrátt fyrir að soldáni...
Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?
Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...
Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?
Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...
Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?
Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...
Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?
Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...
Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft?
Það er ekki rétt að við getum séð raunverulega gufu. Það sem við sjáum og köllum stundum gufu er í rauninni örsmáir vatnsdropar, það er að segja dropar af fljótandi vatni. Raunveruleg gufa er hins vegar ósýnileg svipað og sama magn af venjulegu andrúmslofti. Spyrjandi getur prófað að setja vatnslögg í hraðsuðuk...