Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2816 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?

Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?

Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...

category-iconFornleifafræði

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...

category-iconHeimspeki

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...

category-iconLæknisfræði

Hvernig myndast gallsteinar?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig er hægt að losna við gallsteina? Um fimmti hver einstaklingur yfir 65 ára er með gallsteina og mikill fjöldi gengst árlega undir aðgerð þar sem gallsteinar ásamt gallblöðrunni eru fjarlægð. Talið er að um 10% allra einstaklinga séu með gallsteina og þeir eru um helmin...

category-iconHeimspeki

Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?

Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að reikna líkurnar á að samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti?

Líkurnar á að tvær eða fleiri samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti eru 42,71%, eins og sagt er frá í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum? Hér verður sýnt hvernig hægt er að reikna þessar líkur. Tekið s...

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconHeimspeki

Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?

Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var te...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?

Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?

Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...

Fleiri niðurstöður