Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg.

Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið fyrirheitna landið, þar sem Guð sagði að gott væri að lifa. Samkvæmt trúnni byggði Salómon, sonur Davíðs konungs, Hið heilaga musteri í Jerúsalem. Eftir að múslimar tóku borgina yfir á 7. öld var íslamskt hof byggt þar sem Hið heilaga musteri stóð. Hofið nefnist Hvelfing klettsins (e. Dome of the Rock) og hefur staðið síðan 691. Gyðingar telja að í fyllingu tímans verði Hið heilaga musteri endurreist í Jerúsalem.

Loftmynd af gömlu borginni. Fyrir miðju má sjá íslamska hofið Hvelfingu klettsins en þar stóð áður Hið heilaga musteri gyðinga.

Í kristni er Jerúsalem heilög borg, þrátt fyrir að Jesús hafi fæðist í Betlehem og alist upp í Nasaret. Í Jerúsalem borðaði Jesú síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum áður en hann var tekinn höndum, dæmdur til dauða og krossfestur. Kristnir menn trúa því að gröf Jesú hafi verið í Jerúsalem og þar hafi hann risið upp frá dauðum.

Jerúsalem er ekki síður mikilvæg meðal múslima sem álíta hana þriðju mikilvægastu borg trúarinnar á eftir Mekka og Medína. Jerúsalem var undir stjórn múslima frá 638-1099 og kallaðist þá Al-Quds sem merkir bókstaflega 'heilagleiki'. Jerúsalem var borg bænanna og Múhameð spámaður sneri alltaf í átt að Jerúsalem þegar hann baðst fyrir. Síðar tók Mekka við sem borg bænanna.

Múslimar telja helgi borgarinnar einnig stafa af því að hún var borgin sem erkiengilinn Gabríel sagði Múhameð að fara til. Næturferð hans frá Mekka til Jerúsalem er lýst í Kóraninum. Hin heilaga moska Al-Aqsa (e. The Farthest Mosque) er staðsett í Jerúsalem og vegna ferðar Múhameðs til Jerúsalem gera margir trúfastir múslimar sér ferð í moskuna að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.

Hin heilaga moska Al-Aqsa er í Jerúsalem

Sumir múslímar nútímans vilja frelsa borgina og gera hana að íslamskri borg á ný. Þá hafa ýmsir hryðjuverkahópar, til dæmis al-Kaída og Íslamska ríkið, haft það á stefnuskránni að ná völdum í Jerúsalem. Gyðingar í Ísrael hafa enn fremur lengi stefnt að því að borgin verði viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundar

Hrefna R. Jóhannesdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Kolbrún Pálsdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Nazima Kristín Tamimi

BA-nemi í mannfræði

Útgáfudagur

21.12.2017

Síðast uppfært

26.6.2019

Spyrjandi

Árný Hauksdóttir

Tilvísun

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi. „Af hverju er Jerúsalem heilög borg?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2017, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20060.

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi. (2017, 21. desember). Af hverju er Jerúsalem heilög borg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20060

Hrefna R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir og Nazima Kristín Tamimi. „Af hverju er Jerúsalem heilög borg?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2017. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20060>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?
Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg.

Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið fyrirheitna landið, þar sem Guð sagði að gott væri að lifa. Samkvæmt trúnni byggði Salómon, sonur Davíðs konungs, Hið heilaga musteri í Jerúsalem. Eftir að múslimar tóku borgina yfir á 7. öld var íslamskt hof byggt þar sem Hið heilaga musteri stóð. Hofið nefnist Hvelfing klettsins (e. Dome of the Rock) og hefur staðið síðan 691. Gyðingar telja að í fyllingu tímans verði Hið heilaga musteri endurreist í Jerúsalem.

Loftmynd af gömlu borginni. Fyrir miðju má sjá íslamska hofið Hvelfingu klettsins en þar stóð áður Hið heilaga musteri gyðinga.

Í kristni er Jerúsalem heilög borg, þrátt fyrir að Jesús hafi fæðist í Betlehem og alist upp í Nasaret. Í Jerúsalem borðaði Jesú síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum áður en hann var tekinn höndum, dæmdur til dauða og krossfestur. Kristnir menn trúa því að gröf Jesú hafi verið í Jerúsalem og þar hafi hann risið upp frá dauðum.

Jerúsalem er ekki síður mikilvæg meðal múslima sem álíta hana þriðju mikilvægastu borg trúarinnar á eftir Mekka og Medína. Jerúsalem var undir stjórn múslima frá 638-1099 og kallaðist þá Al-Quds sem merkir bókstaflega 'heilagleiki'. Jerúsalem var borg bænanna og Múhameð spámaður sneri alltaf í átt að Jerúsalem þegar hann baðst fyrir. Síðar tók Mekka við sem borg bænanna.

Múslimar telja helgi borgarinnar einnig stafa af því að hún var borgin sem erkiengilinn Gabríel sagði Múhameð að fara til. Næturferð hans frá Mekka til Jerúsalem er lýst í Kóraninum. Hin heilaga moska Al-Aqsa (e. The Farthest Mosque) er staðsett í Jerúsalem og vegna ferðar Múhameðs til Jerúsalem gera margir trúfastir múslimar sér ferð í moskuna að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.

Hin heilaga moska Al-Aqsa er í Jerúsalem

Sumir múslímar nútímans vilja frelsa borgina og gera hana að íslamskri borg á ný. Þá hafa ýmsir hryðjuverkahópar, til dæmis al-Kaída og Íslamska ríkið, haft það á stefnuskránni að ná völdum í Jerúsalem. Gyðingar í Ísrael hafa enn fremur lengi stefnt að því að borgin verði viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

...