Frá þessu er sagt í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét? Þar segir Hjalti:
Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hjónaband en söfnuðu um sig lærisveinahópum sem komu í staðinn fyrir fjölskyldu. Í lærisveinahópi Jesú voru nokkrar konur en ekkert bendir til að hann hafi verið í sambandi við neina þeirra.Hér er líka vert að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis Síðasta kvöldmáltíðin?
Mynd: Jesus Christ Mosaic Image Collection