Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4932 svör fundust
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?
Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...
Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?
Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...
Hvað eru örmlur?
Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...
Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?
Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...
Getið þið sagt mér allt um blettatígur?
Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...
Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?
Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Hvernig haldið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl. Hvernig teljið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum? Mun vera aukning á honum eða jafnvel minnkun? Von um góð svör, Kristján Magnússon. Allt frá 2010 hefur ferðafólki á Íslandi fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til þ...
Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?
Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...
Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?
Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...
Hvað er eitt áratog langt?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...
Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...
Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs?
Árið 1951 birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir ungan jarðfræðing, Guðmund Kjartansson. Þar lýsir hann miklu hrauni, sem hann nefnir Þjórsárhraun og birtir fyrsta kortið af útbreiðslu unga hraunsins um Suðurland og alla leið á haf út hjá Stokkseyri og Eyrarbakka. Við vitum nú að Þjórsárhraun er stærsta hrau...
Hvað er málsgrein?
Málsgrein er oft skilgreind á þann hátt að hún sé sá texti sem er á milli punkta. Í einni málsgrein er annað hvort ein eða fleiri aðalsetning sem eru þá tengdar. Með aðalsetningu er átt við setningu sem ekki er liður í annarri setningu. Dæmi: a) Jón og Gunna giftu sig í gær. b) Ég veit það. c) Ég veit að þau ...