Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2816 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?

Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?

Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn...

category-iconFornleifafræði

Hvað á Þjóðminjasafnið mörg vopn?

Þetta er eiginlega spurning sem erfitt eða jafnvel ómögulegt er að svara. Fyrir því liggja helst tvær ástæður, annars vegar sú stóra spurning: hvað er vopn? og hins vegar er það svo, sérstaklega með mjög gamla gripi, að vonlaust er að vita hvort þeir voru nýttir sem vopn eða verkfæri. Erfitt er að segja til um það...

category-iconVísindafréttir

Vísindin á rakarastofunni

Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Í þriðju viku janúarmánaðar var horft til austurs og fjallað um vísindi í Kína: Hvaða munur var á vísindalegri hugsun í Kína og á Vesturlöndum fyrr á öldum? Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna? Þá var einnig birt svar um ra...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?

Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?

Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann. Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm...

category-iconFélagsvísindi

Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?

Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna. Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmið...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?

Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

category-iconVísindi almennt

Er það satt að maður komist í samband við anda í andaglasi?

Hugmyndin um andaglas er yfirnáttúrleg. Meginstef vísinda er hins vegar lögmál náttúru og samfélags og þess vegna geta vísindin lítið sagt um það sem sem er handan þeirra lögmála. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?

Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex). Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hvaða tveimur efnum eru litningar og hvaða hlutverki gegna efnin?

Litningar eru þráðlaga frumulíffæri í kjarna frumna og eru einungis sjáanlegir á meðan fruma er að skipta sér. Litningar eru gerðir úr kjarnsýrunni DNA og prótínum. DNA er skammstöfun og stendur fyrir ensku orðin deoxyribo nucleic acid en á íslensku er stundum notuð skammstöfunin DKS sem stendur fyrir deoxýríbó...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna koma eldgos?

Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...

Fleiri niðurstöður