Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?
Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...
Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?
Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...
Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...
Hvað hélt fólk fyrr á tímum um orsakir norðurljósa?
Hugmyndir fólks um eðli og orsök norðurljósa hafa verið með ýmsu móti í gegnum aldirnar. Víðast hvar voru þau hinum ómenntaða meirihluta fólks innblástur sagna og hugmynda um hulda heima, en á hinn bóginn hafa menn lengi reynt að útskýra eðli þeirra með lögmálum náttúrunnar. Elstu hugmyndir norrænna manna í þessa ...
Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?
Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...
Af hverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um?
Spurning Önnu hljóðaði svona í heild sinni: Afhverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um? Dregur ekki landið nafnið af ánni Po? Það er ekkert L í Po hvaðan kemur þetta auka L? Rótin í fyrri hluta landsheitisins er Pól-. Hún er rakin til frumslavneskrar rótar, *pol’e með merkinguna „opið svæði, slétta...
Hvernig fær maður fólk til að skipta um skoðun?
Til þess að fá fólk til að skipta um skoðun beita menn ýmist fortölum eða áróðri. Fortölur (e. persuasion) eru boðskipti sem hafa það að markmiði að hafa áhrif á aðra með því að breyta skoðun þeirra, gildum eða viðhorfum. Í fortölum er reynt að ná málamiðlun beggja aðila, þess sem flytur skilaboðin og þess sem þau...
Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu?
Borgin Volgograd bar áður nafnið Stalíngrad í nokkra áratugi og er aðallega fræg fyrir hina miklu orrustu sem var þar háð í seinni heimstyrjöldinni. Borgin verður eflaust ofarlega í huga þeirra sem fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sumarið 2018 því þar keppir íslenska landsliðið eins og hægt er að les...
Hvað var sagt um hafísinn í blöðum árið 1918?
Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Fylgifiskur þessarar ku...
Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?
Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...
Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...
Hvað getið þið sagt mér um Harún al-Rashid?
Harún al-Rashid (Hārūn al-Rashīd ibn Muḥammad al-Mahdī ibn al-Manṣūr al-ʿAbbāsī), var fimmti kalífi veldis Abbasída og ríkti frá 786-809. Hann er þekktastur á Vesturlöndum sem kalífinn sem kemur fyrir í verkinu Þúsund og ein nótt. Verkið er safn af sögum sem eiga...
Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?
Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?
Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...