Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2157 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er títrun?

Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...

category-iconÞjóðfræði

Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?

Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...

category-iconHugvísindi

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?

Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconTrúarbrögð

Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?

Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...

category-iconLæknisfræði

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?

Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?

Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?

Þrátt fyrir að fimmta öldin í Kína hafi verið undirlögð af borgarastyrjöld og blóðbaði, blómstraði menningarlífið sem aldrei fyrr. Erfitt er að segja til um af hverju þetta stafaði en ef til vill skapaði ástandið nægan efnivið í sögur og listaverk eða þá að afskiptaleysi stjórnvalda, sem voru of upptekin við að ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru stýrikerfi búin til og hvernig virka þau?

Stýrikerfi eru yfirleitt gríðarlega flókin og margþættur hugbúnaður. Þess vegna er ekki auðvelt að svara því í stuttu máli hvernig þau eru búin til. Stýrikerfi koma alls staðar við sögu í notkun á tölvunni. Til að útskýra hversu margt stýrikerfið þarf að sjá um þá skulum við taka sem dæmi þegar notandi keyrir upp ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. de...

category-iconHugvísindi

Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?

Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...

Fleiri niðurstöður