Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1454 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða efni eru í móðurmjólk?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig kemur brjóstamjólk í veg fyrir að ungbörn veikist? Er móðurmjólkin hollari en kúamjólk eða þurrmjólk? Móðurmjólk er fullkomin fæða fyrir ungbörn. Í henni eru (í hárréttum hlutföllum) öll þau næringarefni sem ungbörn þarfnast, það er sykrur, prótín, fita, vítamín og stei...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

category-iconLandafræði

Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?

Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?

Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því sé...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?

Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...

category-iconBókmenntir og listir

Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?

Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?

Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?

Vaxtarhraði er mismunandi eftir einstaklingum og eftir aldri. Fyrstu tvö ár ævinnar einkennist vöxtur af því að það hægir á bæði hraða lengdarvaxtar og hraða þyngdaraukningar sem eru orðin nokkuð stöðug við tveggja til þriggja ára aldur. Á fyrstu tveimur árunum er vöxturinn í samræmi við erfðabakgrunn barnsins. Tv...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast zíkaveira?

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...

category-iconHugvísindi

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju. Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stunda...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum mi...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur? Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunn...

Fleiri niðurstöður