Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vaxtarhraði er mismunandi eftir einstaklingum og eftir aldri. Fyrstu tvö ár ævinnar einkennist vöxtur af því að það hægir á bæði hraða lengdarvaxtar og hraða þyngdaraukningar sem eru orðin nokkuð stöðug við tveggja til þriggja ára aldur. Á fyrstu tveimur árunum er vöxturinn í samræmi við erfðabakgrunn barnsins. Tveir þriðju barna á þessum aldri færast á aðra vaxtarkúrfu, ýmist upp eða niður. Færsla á efri kúrfu hefst oftast á fyrstu þremur mánuðum ævinnar og er lokið við 12-18 mánaða aldur. Færsla niður á við gerist oftast aðeins seinna og lýkur ekki fyrr en við 18-24 mánaða aldur.

Vöxtur á bernskuskeiði er tiltölulega stöðugur. Stelpur vaxa svolítið hraðar en strákar fyrstu fjögur ár ævinnar en meðalvaxtarhraðinn fyrir bæði kynin er 5,6 cm á ári og 2,5 kg á ári þar til kynþroskaaldri er náð. Þumalputtareglan er að barn vex 25 cm á fyrsta ári ævinnar, helming af því eða 12-13 cm á öðru ári og síðan 5-6 cm á ári fram að kynþroskaaldri. Ef gert er ráð fyrir að meðalfæðingarlengd sé 51 cm er eins árs barn orðið 76 cm á lengd og tveggja ára barn 89 cm, fjögurra ára barn 102 cm og átta ára barn 127 cm.

Börn vaxa mest fyrstu mánuðina og árin og svo aftur á kynþroskaskeiðinu.

Þegar kemur fram á kynþroskaaldur tekur við tímabil örrar þroskunar sem einkennist af breytingum í stærð, lögun og samsetningu líkamans. Kynþroski hefst að meðaltali við 11 ára aldur hjá stelpum og 13 ára hjá strákum. Tímasetning og hraði kynþroskunar er þó mjög breytilegur.

Eitt helsta einkenni kynþroska er vaxtarkippur. Eftir því sem barn nálgast kynþroskaaldur hægir á vaxtarhraða þangað til lágmarki er náð en síðan eykst hann á ný. Vaxtarkippurinn hefst um 9 ára aldur hjá stelpum en 11 ára hjá strákum. Hámarks vaxtarhraði hjá stelpum er að meðaltali 9 cm á ári (spönn 5,4-11,2 cm hjá heilbrigðum stelpum) við 12 ára aldur og heildarvöxturinn um 25 cm á kynþroskaskeiðinu. Að meðaltali ná strákar hámarks vaxtarhraðanum 10,3 cm á ári (spönn 5,8-13,1 cm hjá heilbrigðum strákum) tveimur árum síðar en stelpur og stækka alls um 28 cm á kynþroskaskeiðinu. Vöxtur sem verður á kynþroskaskeiði samsvarar um 20% af lokahæð fullorðins einstaklings. Vegna þess að strákar eru lengur á vaxtarskeiði fyrir kynþroska og hámarks vaxtarhraðinn er meiri hjá þeim verða þeir að meðaltali 13 cm hærri á fullorðinsaldri en stelpurnar. Eftir skeið þar sem dregur úr vaxtarhraðanum stöðvast vöxtur nánast vegna lokunar vaxtarlína í beinum. Þetta gerist yfirleitt við 15 ára aldur hjá stelpum en 17 ára aldur hjá strákum. Vaxtarkippurinn varir í 24-36 mánuði.

Það skal þó ítrekað að einstaklingsmunur er mjög mikill og fer eftir erfðum, næringarástandi, hreyfingu og hormónabúskap, en öllum vexti er stjórnað af mörgum hormónum í líkamanum, þar á meðal vaxtarhormóni og kynhormónum. Hvort mögulegt er að vaxa 8 cm á tveimur mánuðum við 18 ára aldur skal ósagt látið.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er vaxtarhraði líkamans? Og hver er munurinn á honum á vissum aldri? Er t.d. líffræðilega mögulegt að vera um 18 ára og vaxa 8 cm á tveimur mánuðum?

Höfundur

Útgáfudagur

15.11.2013

Spyrjandi

Bjarni H. Bjarnason, f. 1994

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63077.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 15. nóvember). Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63077

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er vaxtarhraði líkamans og hvernig breytist hann eftir aldri?
Vaxtarhraði er mismunandi eftir einstaklingum og eftir aldri. Fyrstu tvö ár ævinnar einkennist vöxtur af því að það hægir á bæði hraða lengdarvaxtar og hraða þyngdaraukningar sem eru orðin nokkuð stöðug við tveggja til þriggja ára aldur. Á fyrstu tveimur árunum er vöxturinn í samræmi við erfðabakgrunn barnsins. Tveir þriðju barna á þessum aldri færast á aðra vaxtarkúrfu, ýmist upp eða niður. Færsla á efri kúrfu hefst oftast á fyrstu þremur mánuðum ævinnar og er lokið við 12-18 mánaða aldur. Færsla niður á við gerist oftast aðeins seinna og lýkur ekki fyrr en við 18-24 mánaða aldur.

Vöxtur á bernskuskeiði er tiltölulega stöðugur. Stelpur vaxa svolítið hraðar en strákar fyrstu fjögur ár ævinnar en meðalvaxtarhraðinn fyrir bæði kynin er 5,6 cm á ári og 2,5 kg á ári þar til kynþroskaaldri er náð. Þumalputtareglan er að barn vex 25 cm á fyrsta ári ævinnar, helming af því eða 12-13 cm á öðru ári og síðan 5-6 cm á ári fram að kynþroskaaldri. Ef gert er ráð fyrir að meðalfæðingarlengd sé 51 cm er eins árs barn orðið 76 cm á lengd og tveggja ára barn 89 cm, fjögurra ára barn 102 cm og átta ára barn 127 cm.

Börn vaxa mest fyrstu mánuðina og árin og svo aftur á kynþroskaskeiðinu.

Þegar kemur fram á kynþroskaaldur tekur við tímabil örrar þroskunar sem einkennist af breytingum í stærð, lögun og samsetningu líkamans. Kynþroski hefst að meðaltali við 11 ára aldur hjá stelpum og 13 ára hjá strákum. Tímasetning og hraði kynþroskunar er þó mjög breytilegur.

Eitt helsta einkenni kynþroska er vaxtarkippur. Eftir því sem barn nálgast kynþroskaaldur hægir á vaxtarhraða þangað til lágmarki er náð en síðan eykst hann á ný. Vaxtarkippurinn hefst um 9 ára aldur hjá stelpum en 11 ára hjá strákum. Hámarks vaxtarhraði hjá stelpum er að meðaltali 9 cm á ári (spönn 5,4-11,2 cm hjá heilbrigðum stelpum) við 12 ára aldur og heildarvöxturinn um 25 cm á kynþroskaskeiðinu. Að meðaltali ná strákar hámarks vaxtarhraðanum 10,3 cm á ári (spönn 5,8-13,1 cm hjá heilbrigðum strákum) tveimur árum síðar en stelpur og stækka alls um 28 cm á kynþroskaskeiðinu. Vöxtur sem verður á kynþroskaskeiði samsvarar um 20% af lokahæð fullorðins einstaklings. Vegna þess að strákar eru lengur á vaxtarskeiði fyrir kynþroska og hámarks vaxtarhraðinn er meiri hjá þeim verða þeir að meðaltali 13 cm hærri á fullorðinsaldri en stelpurnar. Eftir skeið þar sem dregur úr vaxtarhraðanum stöðvast vöxtur nánast vegna lokunar vaxtarlína í beinum. Þetta gerist yfirleitt við 15 ára aldur hjá stelpum en 17 ára aldur hjá strákum. Vaxtarkippurinn varir í 24-36 mánuði.

Það skal þó ítrekað að einstaklingsmunur er mjög mikill og fer eftir erfðum, næringarástandi, hreyfingu og hormónabúskap, en öllum vexti er stjórnað af mörgum hormónum í líkamanum, þar á meðal vaxtarhormóni og kynhormónum. Hvort mögulegt er að vaxa 8 cm á tveimur mánuðum við 18 ára aldur skal ósagt látið.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er vaxtarhraði líkamans? Og hver er munurinn á honum á vissum aldri? Er t.d. líffræðilega mögulegt að vera um 18 ára og vaxa 8 cm á tveimur mánuðum?

...