Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2094 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?

Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. II. Febrúar til áramóta

Þessi pistill er annar í röðinni af sex þar sem birtar eru fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hétu lærisveinar Jesú?

Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna góla úlfar upp í tunglið?

Úlfar eru félagsverur og lifa venjulega í hópum. Kjarni hópsins er yfirleitt eitt par og afkvæmi þess. Afkvæmin staldra misjafnlega lengi við hjá foreldrum sínum. Sum fara að heiman á fyrsta vetri, önnur á öðrum vetri eða seinna, en úlfar verða kynþroska á öðrum vetri. Því eru yfirleitt nokkur fullvaxin afkvæmi m...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?

Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur?

Eldur kviknar þegar súrefni (ildi) kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllu...

category-iconNæringarfræði

Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?

Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...

category-iconMannfræði

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar tegundir villtra spendýra á Íslandi og hvað heita þær?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Harðar Guðjónssonar Hvert er sjaldgæfasta spendýr Íslands? Tófa (Alopex lagopus). Alls eru sex tegundir villtra landspendýra á Íslandi auk þess sem tvær tegundir sela kæpa meðfram ströndum landsins. Tegundirnar eru:Tófa (Alopex lagopus) Minkur (Mustela vison) Hr...

category-iconLögfræði

Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?

Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Eins og sjá má er ...

category-iconVísindavefur

Hvað er heitt á Merkúríusi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

Fleiri niðurstöður