Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 937 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Aristóteles?

Aristóteles (384–322 f.Kr) var einn mesti heimspekingur og vísindamaður fornaldar. Hann var vel að sér í öllum greinum heimspekinnar, en auk þess var hann einn fremsti náttúruvísindamaður síns tíma, afkastamikill höfundur og, að því er sagan segir, framúrskarandi rithöfundur. Cíceró sagði að orð Aristótelesar stre...

category-iconHeimspeki

Hvaða rök eru fyrir efahyggju?

Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

category-iconHeimspeki

Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?

Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...

category-iconNæringarfræði

Getur úthaldsíþróttafólk bætt árangur sinn með lágkolvetnamataræði og föstum?

Fitubirgðir líkamans geta verið því sem næst takmarkalausar. Þess vegna hefur því verið haldið fram að hægt sé að auka árangur í úthaldsíþróttum með því að auka hlut fitu umtalsvert í mataræðinu á kostnað kolvetna eða jafnvel að sleppa fæðuinntöku í tiltekinn tíma (fasta). Fitubrennslugeta líkamans getur aukist tö...

category-iconLæknisfræði

Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...

category-iconHagfræði

Hversu miklar tekjur hefur ríkissjóður haft af veiðigjöldum síðan 2005 á verðlagi ársins 2015?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?

Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconHagfræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt árið 2020?

Þann 12. október 2020 tilkynnti Konunglega sænska vísindaakademían að hún hefði ákveðið að veita bandarísku hagfræðingunum Paul R. Milgrom (f. 1948) og Robert B. Wilson (f. 1937) við Stanford-háskóla, minningarverðlaun Sænska Seðlabankans um Alfred Nobel. Verðlaunin fá þeir fyrir framlag sitt til aukins skilnings ...

category-iconLæknisfræði

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?

Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...

category-iconHagfræði

Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig? Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil löga...

category-iconHagfræði

Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...

Fleiri niðurstöður