Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3946 svör fundust
Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað?
Eoin Colfer fæddist í Wexford á suðausturströnd Írlands árið 1965. Strax í barnaskóla fékk hann áhuga á að skrifa og nú er hann einn af þekktari barnabókahöfundum heims. Fyrsta bók hans Benny and Omar kom út árið 1998. Segja má að Colfer hafi öðlast alþjóðlega frægð eftir að fyrsta bókin um Artemis Fowl kom út ...
Af hverju gekk Úkraína ekki í NATO fyrir löngu?
Útþensla Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs var hvorki fyrirsjáanleg né sérstaklega tekin til umræðu þegar samið var um sameiningu Þýskalands árið 1990. Það varð hins vegar fljótlega ljóst, eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og Rússland tók við hlutverki þeirra og skuldbindingum á alþjóðlegum vet...
Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?
Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum." Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar mynd...
Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?
Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmy...
Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins?
Bandaríski jólasveinninn Santa Claus er yfirleitt talinn eiga heimkynni sín norðarlega á hnettinum, þrátt fyrir að draga nafn sitt af heilögum Nikulási sem var biskup í Litlu-Asíu. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til? Líklegt er að hreindýr hafi orð...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...
Ef sólin væri græn, væri þá grasið gult?
Stutta svarið er nei. Í venjulegri dagsbirtu er grasið grænt, því það speglar græna hluta sólarljóssins, en drekkur í sig orku úr rauða hlutanum og þeim bláa. Grasið nýtir bláa og rauða ljósið til ljóstillífunar, en sólundar því græna til að gera umhverfið áhugaverðara fyrir menn og skepnur. Ef sólarljósið snö...
Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?
Kutubu er nafn á stöðuvatni, sem er að finna nálægt sjöttu gráðu suðlægrar breiddar og 143. lengdargráðu í suðurhlíð fjallgarðsins sem liggur eftir Nýju Gíneu miðri frá austri til vesturs. Kutubuvatnið er í héraði sem heitir Southern Highlands Province. Hverjir eru Kutubumenn? Grannar þeirra sem búa við Kutubu...
Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?
Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags. Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og ...
Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...
Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?
Hin mikla frægð Bítlanna á sínum tíma og hin merka arfleifð þeirra hefur lengi valdið poppfræðingum heilabrotum. Af hverju þessi hljómsveit? Af hverju þá? Með öðrum orðum, hvernig gat þetta gerst og hvaða þættir stuðluðu að þessu? Bækur um Bítlanna verða fleiri og fleiri eftir því sem árin líða og almenningur v...
Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...