Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 731 svör fundust
Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?
Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...
Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?
Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...
Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?
Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...
Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?
Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...
Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?
Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? H...
Hvað búa margir í Asíu?
Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns. Asía. Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nák...
Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?
Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað u...
Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...
Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?
Uppruni blótsyrðisins ekkisens liggur alls ekki í augum uppi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um þessa notkun eru frá síðari hluta 19. aldar. Ýmsar myndir koma þá fram eins og ekkisens, ekkisins, ekki sinn, ekki-sin, ekki-sen og ekkins. Helst koma tvær skýringar í hugann og eru báðar sóttar til Danmerkur. Önnur er ...
Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?
Kvenkynsorðið gríð merkir ‘ákafi, áfergja’ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap. Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Sno...
Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni?
Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist. Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norður...
Hver bjó til stafrófið?
Svo virðist sem stafróf hafi verið fundin upp á mörgum stöðum. Ian Watson segir í svari sínu við spurningunni Hver fann upp stafrófið? Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fy...
Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...
Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?
Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur ...
Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?
Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...