Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur raki er til staðar til að hann eigi ekki á hættu að þorna upp. Víða í Evrópu er Helix aspersa skæður í görðum þar sem hann eyðileggur ýmsar blómplöntur og grænmeti. Þessir sniglar eru tvíkynja þannig að hver snigill hefur bæði karl- og kvenkyns kynfæri. Þegar tveir sniglar makast þá skiptast þeir einfaldlega á sæði. Rannsóknir hafa sýnt að slík mökun tekur venjulega frá 4 til 12 klukkustundum. Helix aspersa verpir venjulega 50 - 100 eggjum fjórum dögum síðar í rakan jarðveg. Eftir tvær vikur klekjast eggin og litlar eftirmyndir fullorðinna dýra skríða út og hefja sjálfstætt líf án afskipta „móður” sinnar. Ungviðin vaxa í tvö ár þangað til þau verða kynþroska. Í þurrkum dregur snigillinn sig í kuðung sinn og seytir frá sér slím (mucus) sem síðar harðnar og myndar vörn sem hindrar það að snigillinn tapi vatni. Snigillinn getur lifað í slíku hýði í nokkrar vikur.
Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur raki er til staðar til að hann eigi ekki á hættu að þorna upp. Víða í Evrópu er Helix aspersa skæður í görðum þar sem hann eyðileggur ýmsar blómplöntur og grænmeti. Þessir sniglar eru tvíkynja þannig að hver snigill hefur bæði karl- og kvenkyns kynfæri. Þegar tveir sniglar makast þá skiptast þeir einfaldlega á sæði. Rannsóknir hafa sýnt að slík mökun tekur venjulega frá 4 til 12 klukkustundum. Helix aspersa verpir venjulega 50 - 100 eggjum fjórum dögum síðar í rakan jarðveg. Eftir tvær vikur klekjast eggin og litlar eftirmyndir fullorðinna dýra skríða út og hefja sjálfstætt líf án afskipta „móður” sinnar. Ungviðin vaxa í tvö ár þangað til þau verða kynþroska. Í þurrkum dregur snigillinn sig í kuðung sinn og seytir frá sér slím (mucus) sem síðar harðnar og myndar vörn sem hindrar það að snigillinn tapi vatni. Snigillinn getur lifað í slíku hýði í nokkrar vikur.