Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7033 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga sporðdrekar sér?

Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum. Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flys...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?

Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ísbirnir sér?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þess...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef við byggjum í fjórvíðum heimi hvað þyrftum við þá mörg augu til að sjá í fjórvídd?

Svarið er að tvö augu nægja fjórvíðu rúmi og raunar rúmi af hvaða vídd sem er til að skynja allar víddir rúmsins í einu. Fyrst er gott að einfalda dæmið eins mikið og komast má upp með, það er að segja að skoða auga í tvívíðu rúmi. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig auga býr til mynd út frá stefnu hluta. S...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?

Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...

category-iconLæknisfræði

Hvað er iktsýki?

Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?

Þriðja erindi sálmsins Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson er svona (1856:7-8) (stafsetningu breytt): Heyra má himnum í frá englasöng, allelújá. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Sögnin að tilreiða merkir að ‘útbúa, gera tilbúinn’ og samast...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?

Atviksorðið sér ‘út af fyrir sig, sérstaklega’ stendur stundum með nafnorðum með greini og er þá notað til þess að lýsa hneykslun eða vantrú á einhverju eða einhverjum. Oft er til dæmis sagt sér er nú hver vitleysan í merkingunni ‘fyrr má nú vera heimskan/vitleysan’. Orðið lukka er tökuorð í íslensku og merkir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Heil og sæl. Langar að vita hvort það sé rétt að orðið gala sé komið af gálgi og þá frá þeim tíma þegar hengingar þóttu skemmtiefni og fólk horfði á í sínu fínasta. Gala er sögn sem merkir að ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð’ en einnig að ‘syngja eða kveða töfraþulu...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?

Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?

Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar tegundir af dvergstjörnum í geimnum?

Þrjár tegundir svonefndra dvergstjarna eru til. Þær nefnast hvítir dvergar, rauðir dvergar og brúnir dvergar.[1] Hvítir dvergar eru kulnaðar sólstjörnur, lokastig þróunar flestra sólstjarna í alheimi. Þeir eru daufir og þéttir hnettir á stærð við jörðina en álíka massamiklir og sólin. Eftir um 5 milljarða ára þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fasismi?

Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

Fleiri niðurstöður