Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 119 svör fundust
Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?
Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...
Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?
Fáar skepnur eru eins algengar í goðsögum, sögnum, þjóðsögum og ævintýrum og drekar. Drekinn er á táknrænan hátt náskyldur slöngunni eða orminum, enda var gríska orðið drakon, sem enska heitið er dregið af, upphaflega notað um hvers kyns sæskrímsli. Drekinn er alþjóðlegt tákn og getur bæði vísað í hið góða og hið ...
Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?
Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...
Var Sherlock Holmes til í alvöru?
Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...
Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?
Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...
Hver var Hegel og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) má heita einn áhrifamesti og umdeildasti hugsuður allra tíma. Heimspeki hans var ætlað að gera kerfisbundna grein fyrir bókstaflega öllu í veruleikanum og framvindu hans. Hugsun Hegels stendur í rökréttu framhaldi af hinum gagnmerku kenningum Immanuels Kant og er ætlað að ...
Hvernig dó Marilyn Monroe?
Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...
Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?
Eins og við höfum áður fjallað um á Vísindavefnum þá eru drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum, ekki til í raunveruleikanum. Um þetta er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru drekar til? Vísindagrein sem fjallar um dreka sem veruleika er þess vegna ekki til, en auðvitað geta vísi...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?
Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...
Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...
Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?
Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...
Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?
Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til a...
Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?
Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og...
Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?
Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...
Hver var Theodor W. Adorno og hvert var framlag hans til vísindanna?
Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt „Rannsóknarstofnun í félagsvísindum“ sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fen...