Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 684 svör fundust
Hvaða rétt hefur STEF til þess að rukka ákveðna prósentu af miðaverði á framhaldsskólaböllum?
Í gjaldskrá STEF er tekið fram hver gjöld fyrir flutning tónlistar á árinu 2009 séu. Í A-lið gjaldskrárinnar kemur fram að af aðgangseyri að einstökum dansleikjum, tónleikum, samkvæmum og öðrum samkomum, þar sem tónlist er flutt, skuli greiða 4% en þó aldrei yfir ákveðinni fjárhæð sem fer eftir fjölda gesta. Sjá n...
Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?
Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...
Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?
Í lögum um dómstóla, númer 15/1998, er fjallað um forseta Hæstaréttar. Þar segir meðal annars: Forseti fer með yfirstjórn Hæstaréttar. Með þeim takmörkunum, sem leiðir af öðrum ákvæðum laga, stýrir forseti meðal annars þeirri starfsemi Hæstaréttar sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli ...
Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart bar...
Hver erfir mann sem á hvorki börn né maka?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag! Karlmaður fellur frá á besta aldri. Hann á engin börn og engan maka en íbúð og peninga í banka. Foreldrar hans eru á lífi en móðir hans hefur verið í 20 ár á heilsustofnun (hún er út úr heiminum). Hann á líka þrjá bræður á lífi. Hver erfir hann? Hér skiptir máli hva...
Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...
Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?
Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp. Í almennum hegning...
Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?
Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg. Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. ...
Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?
8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna. Kvaran v...
Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?
Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...
Hvað eru sakamál?
Hinn 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um sakamál nr. 88/2008, og koma þau í stað laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Segir í 1. mgr. 1. gr. nýju laganna:Þau mál öll, sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt, skulu sæta meðferð eftir ákvæðum laga þessara nema öðruvísi sé fyrir mælt í lög...
Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í þeim tilgangi samþykkti Alþingi lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum en samkvæmt þeim er bannað að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og –tölvuleiki, sem og kvik...
Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...
Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?
Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt: Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum ...
Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?
Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...