Sömu reglur gilda um framhaldsskóladansleiki og aðrar samkomur þar sem tónlist er flutt þegar kemur að greiðslu gjalds fyrir tónlistarflutning.
Verðskrá STEF var staðfest af stjórnvöldum með útgáfu svonefndrar auglýsingar menntamálaráðuneytisins árið 1993, nr. 101 og verðskrá SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) var staðfest með auglýsingu ráðuneytisins nr. 214 frá 1996. Innheimta gjaldanna styðst einnig við 20. gr. höfundarlaga nr. 73/1972 en þar segir:
Þegar lög eru sungin opinberlega á hljómleikum, er heimilt að nota sem texta einstök kvæði eða kafla úr stærri verkum, sem út hafa verið gefin. Má þá einnig prenta textann á söngskrá án nótna til afnota fyrir áheyrendur. Höfundur á rétt til þóknunar fyrir afnot samkvæmt þessari grein.Sú aðferð við innheimtuna að rukka ákveðið hlutfall af miðaverði byggir á því að á þessum samkomum sé leikin tónlist sem varin sé af höfundarétti og því beri að greiða fyrir notkun þess efnis. Erfitt og seinlegt væri að halda skrá um nákvæmlega hvaða lög eru leikin á þessum samkomum eða hverjir leiki þau og því er þessi leið farin við gjaldheimtuna. Sjá einnig svar Vísindavefsins við spurningunni Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta? Mynd: Hafnarfjörður.is. Sótt 8. 7. 2009.