Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1204 svör fundust
Voru biskupar barðir fyrr á öldum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...
Hvenær er varptími spóans?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður? Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. ...
Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli? Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skip...
Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?
Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með ...
Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni" komið? Hvaða hundrað er eiginlega verið að tala um? Orðið hundrað er í nútímamáli notað yfir tíu tugi. Orðatiltækið ekki er hundrað í hættunni er gamalt í málinu og þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 17. aldar. S...
Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?
Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði? Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningaror...
Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?
Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...
Hvenær er best að framkvæma það sem menn ætla að gera eftir dúk og disk?
Orðasambandið eftir dúk og disk er algengast í merkingunni ‘seint og um síðir’. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í Málsháttasafni Magnúsar prúða frá miðri 16. öld sem til er í eftirriti frá 1780: ,,Þú kemur epter dúk oc disk“. Sambandið er einnig notað í merkingunni ‘of seint, þegar öllu er lokið’...
Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?
Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...
Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?
Öll orðin sem nefnd eru í spurningunni tengjast sögninni að steypa sem notuð er í ýmsum merkingum, til dæmis ‛hafa endaskipti á, varpa (sér), stökkva, hoppa; svipta völdum; hella; búa til í steypumóti, velta, hrinda’. Þannig er steypireyður reyður (í fornu máli reyðarhvalur) sem steypir sér, steypibað er bað...
Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?
Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...
Hvað er eiginlega dragbítur?
Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst d...
Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?
Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um hö...
Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi? Hvaða fyrirbæri er grúi og hver er þessi Ari?! Nafnorðið aragrúi ‘mikill fjöldi’ er sett saman úr hvorugkynsorðinu ar ‘rykkorn í sólargeisla’ og karlkynsorðinu grúi ‘fjöldi, mergð’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá mið...
Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?
Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...