Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði?

Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningarorðabókinni er einungis gefinn rithátturinn híbýli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað úr híbýli í hýbýli og fjallað er um upprunann undir myndinni með -ý- sem bendir til að Ásgeir hafi talið þann rithátt nær upprunanum.

Orðið er gamalt í norrænum málum. Í fornsænsku kemur fyrir orðið hỹbỹle* ‘húsakynni’ og í nútímasænsku hybble í sömu merkingu. Forliðurinn merkir í raun ‘heimilisfólk, fjölskylda’ og er nátengdur orðunum hjón og hjú ‘vinnufólk’. Uppruninn bendir fremur til -ý- og þannig eru elstu dæmi í seðlasafni Orðabókar Háskólans skrifuð en algengara er í seinni tíð að skrifa orðið með -í-, það er híbýli. Báðir rithættir eru réttir.


*Y í þessu orði á í raun að vera með láréttu striki yfir en sá stafur fannst ekki í þeirri leturgerð sem notuð er hér.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.11.2006

Spyrjandi

Birgitta Hassell

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6399.

Guðrún Kvaran. (2006, 23. nóvember). Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6399

Guðrún Kvaran. „Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6399>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?
Í heild hljóðar spurningin svona:

Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði?

Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningarorðabókinni er einungis gefinn rithátturinn híbýli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað úr híbýli í hýbýli og fjallað er um upprunann undir myndinni með -ý- sem bendir til að Ásgeir hafi talið þann rithátt nær upprunanum.

Orðið er gamalt í norrænum málum. Í fornsænsku kemur fyrir orðið hỹbỹle* ‘húsakynni’ og í nútímasænsku hybble í sömu merkingu. Forliðurinn merkir í raun ‘heimilisfólk, fjölskylda’ og er nátengdur orðunum hjón og hjú ‘vinnufólk’. Uppruninn bendir fremur til -ý- og þannig eru elstu dæmi í seðlasafni Orðabókar Háskólans skrifuð en algengara er í seinni tíð að skrifa orðið með -í-, það er híbýli. Báðir rithættir eru réttir.


*Y í þessu orði á í raun að vera með láréttu striki yfir en sá stafur fannst ekki í þeirri leturgerð sem notuð er hér....