Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 494 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði frumuna?

Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma. Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í ...

category-iconVísindi almennt

Hvert er öflugasta andoxunarefnið? Og stafar öldrun ekki aðallega af oxun í líkamanum?

Það er ekki svo fráleitt að ýmislegt sem við tengjum við forgengileika megi rekja til oxunar þegar að er gáð. Ryðgun járns er oxun eins og fram kemur í svari Ágústs Kvaran og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ryðga málmar í frosti? Spanskgrænan sem fellur á kopar í lofti, til dæmis á myndastyttur, verður l...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?

Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?

Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað eru til margar tegundir af vorflugum á Íslandi og hvenær eru þær mest á ferli?Hvað er vorfluga, hvernig lítur hún út og hversu margar tegundir hennar lifa hér á landi? Vorflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft rugla...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru til vampírur?

Vampírur eru til, en líklega ekki í þeim skilningi sem spyrjandi á við. Vampíra er samheiti yfir þrjár tegundir leðurblakna sem lifa á dýrablóði. Um þær má lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum? Þegar talað er um vam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna koma eldgos?

Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?

Blóð manna, eins og annarra spendýra er jafnheitt (e. endothermic). Það þýðir að litlar sveiflur verða á líkamshita okkar og honum er haldið sem næst 37°C. Hjá dýrum sem hafa misheitt blóð (e. exothermic) eru hitasveiflur hins vegar miklar. Þar getur líkamshitinn farið upp í 40°C og niður í aðeins fáeinar gráður. ...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?

Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er eitraðasta dýr í heimi?

Eitraðasta dýr á jörðinni er talinn vera froskur á Choco-svæðinu í Kólumbíu sem nefna mætti "gullna eiturörvafroskinn" á íslensku (Phyllobates terribilis á latínu en Golden Poison Dart Frog á ensku). Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri...

Fleiri niðurstöður