Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. september árið 1970.

Haglél er ofankoma úr ískristöllum eða ísmolum. Það myndast í eins konar rússíbana í ofsalegum þrumuveðrum. Mikið hitauppstreymi þrýstir smáum ískúlum (höglum) upp í efri hluta skúraskýja. Þar byrja ískaldir og smáir vatnsdropar að safnast á höglin þannig að þau stækka í ferli sem er kallað samsöfnun. Þegar höglin eru orðin of þung til þess að uppstreymið geti haldið þeim inni í skúraskýjunum þá byrja þau að falla. Ef þau ná ekki að bráðna algjörlega áður en þau ná til jarðar koma þau út sem haglél.

Högl eru flokkuð í þrjú þróunarstig. Á fyrsta stiginu eru höglin mjúk og mött og í laginu eins og snjókorn. Þau geta skoppað af hörðum fleti. Á öðru stigi er um ræða haglél sem hafa meiri eðlismassa og eru venjulega hálfgagnsæ og ávöl með keilulaga endum og þvermál sem nálgast það vera 5 millimetrar. Þau samanstanda að hluta til af fljótandi vatni og stundum hafa þau frosna ytri skel. Þriðja þróunarstigið eru svo högl sem líkjast ávölum íssteinum með mörgum lögum sem líkjast helst lauk. Lögin myndast þegar íssteinarnir rísa og falla í stormskýi. Þessi högl eru minnst 5 millimetrar í þvermál. Því gegnsærri sem höglin eru því hægar hafa þau frosið. Því hvítari sem höglin eru því hraðar hafa þau frosið.



Hér má sjá risastórt hagl!

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimild

Vefsetur um haglél (Hail Climatology) Háskólanum í Nebraska

Myndinar fundum við annars vegar á heimasíðunni Project Atmosphere Australia Online og hins vegar á vefsetri Bandarísku veðurstofunnar undir The Online Tornado FAQ

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

16.4.2002

Spyrjandi

Andri Stefánsson, fæddur 1988

Tilvísun

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2306.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. (2002, 16. apríl). Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2306

Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2306>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?
Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. september árið 1970.

Haglél er ofankoma úr ískristöllum eða ísmolum. Það myndast í eins konar rússíbana í ofsalegum þrumuveðrum. Mikið hitauppstreymi þrýstir smáum ískúlum (höglum) upp í efri hluta skúraskýja. Þar byrja ískaldir og smáir vatnsdropar að safnast á höglin þannig að þau stækka í ferli sem er kallað samsöfnun. Þegar höglin eru orðin of þung til þess að uppstreymið geti haldið þeim inni í skúraskýjunum þá byrja þau að falla. Ef þau ná ekki að bráðna algjörlega áður en þau ná til jarðar koma þau út sem haglél.

Högl eru flokkuð í þrjú þróunarstig. Á fyrsta stiginu eru höglin mjúk og mött og í laginu eins og snjókorn. Þau geta skoppað af hörðum fleti. Á öðru stigi er um ræða haglél sem hafa meiri eðlismassa og eru venjulega hálfgagnsæ og ávöl með keilulaga endum og þvermál sem nálgast það vera 5 millimetrar. Þau samanstanda að hluta til af fljótandi vatni og stundum hafa þau frosna ytri skel. Þriðja þróunarstigið eru svo högl sem líkjast ávölum íssteinum með mörgum lögum sem líkjast helst lauk. Lögin myndast þegar íssteinarnir rísa og falla í stormskýi. Þessi högl eru minnst 5 millimetrar í þvermál. Því gegnsærri sem höglin eru því hægar hafa þau frosið. Því hvítari sem höglin eru því hraðar hafa þau frosið.



Hér má sjá risastórt hagl!

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimild

Vefsetur um haglél (Hail Climatology) Háskólanum í Nebraska

Myndinar fundum við annars vegar á heimasíðunni Project Atmosphere Australia Online og hins vegar á vefsetri Bandarísku veðurstofunnar undir The Online Tornado FAQ...