Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til vampírur?

Andrea Guðrún Hringsdóttir


Vampírur eru til, en líklega ekki í þeim skilningi sem spyrjandi á við. Vampíra er samheiti yfir þrjár tegundir leðurblakna sem lifa á dýrablóði. Um þær má lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Þegar talað er um vampírur er yfirleitt átt við mannverur sem risið hafa upp frá dauðum og viðhalda lífskrafti sínum með því að drekka blóð annarra manna eða dýra. Vampírur eru á ferli um nætur, oft í leðurblökulík en á daginn þurfa þær að leggjast til hvílu í gröf sinni eða í líkkistu fylltri með mold úr heimalandi þeirra.

Frægasta vampíra allra tíma er líklega Drakúla greifi úr samnefndri sögu Bram Stokers frá árinu 1897. Drakúla er talinn vera byggður á goðsögum um hinn raunverulega Drakúla fursta af Valakíu (um 1431-1476). Drakúla þýðir "sonur drekans", en faðir prinsins gekk undir nafninu Drakúl, eða "drekinn". Orðið 'Tepes' er komið úr tyrkneskum annálum frá 15. og 16. öld og vísar til þeirrar iðju furstans að stjaksetja óvini sína. Hægt er að lesa meira um Drakúla í svari við spurningunni Hver var Drakúla?

Vampírutrú var algengust Austur-Evrópu, en var einnig nokkuð algeng annars staðar í Evrópu og í Asíu. Nú á dögum er almennt viðurkennt að vampírur séu ekki til nema í skáldsögum og kvikmyndum. Samt sem áður er enn í dag til fólk sem annað hvort trúir á vampírur eða líkir eftir lífsstíl þeirra. Meira er hægt að lesa um þetta í Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókinni.

Heimildir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

21.7.2005

Spyrjandi

Ari Ísberg, f. 1992

Tilvísun

Andrea Guðrún Hringsdóttir. „Eru til vampírur?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5150.

Andrea Guðrún Hringsdóttir. (2005, 21. júlí). Eru til vampírur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5150

Andrea Guðrún Hringsdóttir. „Eru til vampírur?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5150>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til vampírur?


Vampírur eru til, en líklega ekki í þeim skilningi sem spyrjandi á við. Vampíra er samheiti yfir þrjár tegundir leðurblakna sem lifa á dýrablóði. Um þær má lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Þegar talað er um vampírur er yfirleitt átt við mannverur sem risið hafa upp frá dauðum og viðhalda lífskrafti sínum með því að drekka blóð annarra manna eða dýra. Vampírur eru á ferli um nætur, oft í leðurblökulík en á daginn þurfa þær að leggjast til hvílu í gröf sinni eða í líkkistu fylltri með mold úr heimalandi þeirra.

Frægasta vampíra allra tíma er líklega Drakúla greifi úr samnefndri sögu Bram Stokers frá árinu 1897. Drakúla er talinn vera byggður á goðsögum um hinn raunverulega Drakúla fursta af Valakíu (um 1431-1476). Drakúla þýðir "sonur drekans", en faðir prinsins gekk undir nafninu Drakúl, eða "drekinn". Orðið 'Tepes' er komið úr tyrkneskum annálum frá 15. og 16. öld og vísar til þeirrar iðju furstans að stjaksetja óvini sína. Hægt er að lesa meira um Drakúla í svari við spurningunni Hver var Drakúla?

Vampírutrú var algengust Austur-Evrópu, en var einnig nokkuð algeng annars staðar í Evrópu og í Asíu. Nú á dögum er almennt viðurkennt að vampírur séu ekki til nema í skáldsögum og kvikmyndum. Samt sem áður er enn í dag til fólk sem annað hvort trúir á vampírur eða líkir eftir lífsstíl þeirra. Meira er hægt að lesa um þetta í Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókinni.

Heimildir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....