Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 264 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?

Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuleikir búnir til?

Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt. En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Þ...

category-iconHeimspeki

Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?

Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

category-iconEfnafræði

Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?

Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...

category-iconFöstudagssvar

Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?

Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?

Upprunaleg spurning Ásu hljóðaði svona:Hvað er marglytta og hvaða gagn gerir hún fyrir okkur mennina? Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Holdýr eru gjarnan flokkuð í hveljur, sem skiptast í smáhveljur (Hydrozoa) og stórhveljur (Scyphozoa), en til þeirra heyra marglyttur, og holsepa (Anthozoa) sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?

Fötin okkar, eins og öll textílefni, eru gerð úr fínum þráðum eða trefjum. Þegar flík er notuð (eða handklæðin, rúmfötin eða hvað það nú er sem um ræðir) þá losna alltaf einhverjir þræðir vegna ýmiskonar núnings. Við þetta slitnar flíkin. Það er misjafnt eftir efnum hversu mikið af þráðum losna, í bómull, lérefti ...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig get ég vitað hvort ég sé með óráði á meðan á óráðinu stendur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Að sjá hvort einhver sem ég þekki vel er með óráði er tiltölulega auðvelt en (hvernig) get ég vitað hvort ég sjálfur er með óráði á meðan á því stendur? Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Þeir sem geta lagt inn spurningu um ástand sitt til Vísindavefsins eru...

category-iconHeimspeki

Hvað er pósitífismi?

Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...

category-iconBókmenntir og listir

Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?

Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ...

category-iconMannfræði

Hvað er menning?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning ...

Fleiri niðurstöður