Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 298 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær telst dýr útdautt?

Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjö...

category-iconÞjóðfræði

Er Lagarfljótsormurinn til?

Sagan um Lagarfljótsorminn er rúmlega 650 ára gömul en ormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Þannig má gera ráð fyrir því að ormurinn væri enn eldri hefði hann verið til. Lagarfljótsormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Allar lífverur á jörðinni deyja á endanum en ekkert dýr hefur náð hærri aldri ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar apategundir?

Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?

Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...

category-iconFöstudagssvar

Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?

Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?

Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja ...

category-iconLæknisfræði

Hvað orsakar heilahimnubólgu?

Hér er einnig að finna svar við spuningunum: Getur heilahimnubólga komið aftur eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?Ef heilahimnubólga er ekki smitandi, hvernig fær maður hana þá? Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið margar en oftast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?

Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?

Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...

category-iconSálfræði

Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?

Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...

Fleiri niðurstöður