Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2314 svör fundust
Af hverju gengur fólk í hjónaband?
Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...
Gat fólk skilið í gamla daga?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...
Notaði fólk tannbursta í gamla daga?
Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...
Af hverju er svart fólk svart?
Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...
Á hvaða þönum er fólk alltaf?
Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?
Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...
Hvað er sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er sinfónía og er til eitthvað íslenskt orð yfir sinfóníur? Orðið sinfónía getur haft ýmsar merkingar. Það er dregið af gríska orðinu σύμφωνος (symphōnos) sem merkir samhljómur, það sem hljómar vel saman. Orðið symphoni...
Getur tónlist stuðlað að róttækni?
Spurning hljóðaði upprunalega svona: Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)? Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi ...
Hver var Milton Friedman og hvert var hans framlag til hagfræðinnar?
Peningamagnshyggja (e. monetarism) er kenning sem rökstyður að peningamagn sé mikilvægasti áhrifavaldur á verðlag og hagsveiflur. Á þennan hátt er peningamagnshyggjan í raun náskyld peningamagnskenningunni sem oft er kennd við klassísku hagfræðina. Peningamagnshyggjan og endurreist peningamagnskenning á seinni hlu...
Hvað getiði sagt mér um Finnland?
Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...
Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...
Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?
Staða erlendra lögfræðinga sem vilja vinna hér á landi er mjög ólík eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan EES-svæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (undir það falla öll lönd Evrópusambandsins, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða ekki. Bæði er að lögmenn og aðrir frá EES-svæðinu eru unda...
Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?
Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....
Verður heimsendir árið 2012?
Að undanförnu hefur borið mikið á ýmiss konar heimsendaspám sem allar eiga það sameiginlegt að spá fyrir um endalok heimsins árið 2012. Nákvæmlega hvernig heimurinn mun farast og af hvaða ástæðum fer svo nokkuð eftir spánni hverju sinni. Í sumum spám kemur fram að heimsendir verði vegna kjarnorkustríðs; í öðrum er...
Hvað voru borgríki Grikklands hið forna mörg og hver voru þau helstu?
Þessari spurningu er erfitt að svara af nákvæmni af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er saga Grikklands hins forna býsna löng og ólík borgríki voru leiðandi á ólíkum tímum. Í öðru lagi er erfitt að áætla nákvæma tölu grískra borgríkja á hverjum tíma. Varðveitt er rit um stjórnskipan Aþenu, sem eignað er heimspekingn...