Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?

Árni Helgason

Staða erlendra lögfræðinga sem vilja vinna hér á landi er mjög ólík eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan EES-svæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (undir það falla öll lönd Evrópusambandsins, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða ekki.

Bæði er að lögmenn og aðrir frá EES-svæðinu eru undanþegnir atvinnuleyfi til að vinna hér á landi, skv. lögum 97/2002 um atvinnuleyfi útlendinga og einnig eru ákvæði í lögmannalögum 77/1998 að lögmenn frá EES-svæðinu megi starfa hér á landi og taka að sér mál fyrir íslenskum dómstólum. Aðilum dómsmáls er heimilt að fela lögmanni á EES-svæðinu að flytja mál sitt en lögfræðingurinn skal þó njóta aðstoðar lögfræðings sem starfar hér á landi við að flytja málið, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Lögfræðingar frá EES-svæðinu mega því starfa hér á landi og opna lögmannsstofu eins og íslenskir lögmenn.

Þessu er öfugt farið með lögfræðinga sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þeir þurfa atvinnuleyfi til að koma til landsins og hafa ekki heimild til að starfa sem lögmenn hér á landi. Slíkt getur varðar sektum, eins og segir í 29. grein lögmannalaganna: „Einnig varðar sektum að bjóða öðrum þjónustu sem lögmaður ef þann sem það gerir skortir til þess réttindi.“ Þeir mega því ekki taka að sér mál fyrir íslenskum dómstólum eða gefa sig út fyrir að vera sjálfstætt starfandi lögmenn. Til þess þurfa þeir að öðlast lögmennskuréttindi hér á landi og standast próf til lögmennskuréttinda. Hins vegar er ekki útilokað að þeir geti starfað fyrir atvinnurekendur hér á landi en til þess þyrftu þeir að fá atvinnuleyfi.

Félagsmálaráðherra veitir atvinnuleyfi til útlendinga eða til atvinnurekanda sem hyggst ráða útlending í vinnu. Síðarnefndu leyfin eru ýmsum skilyrðum háð, meðal annars að kunnáttumenn verði ekki fengnir í starfið hér innanlands og atvinnuvegi landsins skorti vinnuafl, eins og fram kemur í a-lið 1. mgr. 7. gr. laganna.

Vilji erlendur lögfræðingur sem er utan EES-svæðisins öðlast réttindi sem lögmaður hér á landi þyrfti hann að afla sér lögmennskuréttinda. Skilyrði fyrir því eru að hafa lokið lagaprófi frá íslenskum háskóla eða hafa sambærilegt próf frá öðrum háskóla ef prófnefnd telur sýnt að umsækjandinn hafi næga þekkingu á íslenskum lögum. Einnig þarf hann að standast próf til að fá réttindin. Nái hann prófinu er honum hins vegar ekkert að vanbúnaði að hefja störf sem lögmaður hér á landi. Það er þó eflaust erfitt, enda mikil vinna að setja sig inn í lagareglur hverrar þjóðar, svo ekki sé minnst á tungumálið.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

2.11.2004

Spyrjandi

Agnar Júlíusson

Tilvísun

Árni Helgason. „Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4590.

Árni Helgason. (2004, 2. nóvember). Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4590

Árni Helgason. „Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?
Staða erlendra lögfræðinga sem vilja vinna hér á landi er mjög ólík eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan EES-svæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (undir það falla öll lönd Evrópusambandsins, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða ekki.

Bæði er að lögmenn og aðrir frá EES-svæðinu eru undanþegnir atvinnuleyfi til að vinna hér á landi, skv. lögum 97/2002 um atvinnuleyfi útlendinga og einnig eru ákvæði í lögmannalögum 77/1998 að lögmenn frá EES-svæðinu megi starfa hér á landi og taka að sér mál fyrir íslenskum dómstólum. Aðilum dómsmáls er heimilt að fela lögmanni á EES-svæðinu að flytja mál sitt en lögfræðingurinn skal þó njóta aðstoðar lögfræðings sem starfar hér á landi við að flytja málið, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Lögfræðingar frá EES-svæðinu mega því starfa hér á landi og opna lögmannsstofu eins og íslenskir lögmenn.

Þessu er öfugt farið með lögfræðinga sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þeir þurfa atvinnuleyfi til að koma til landsins og hafa ekki heimild til að starfa sem lögmenn hér á landi. Slíkt getur varðar sektum, eins og segir í 29. grein lögmannalaganna: „Einnig varðar sektum að bjóða öðrum þjónustu sem lögmaður ef þann sem það gerir skortir til þess réttindi.“ Þeir mega því ekki taka að sér mál fyrir íslenskum dómstólum eða gefa sig út fyrir að vera sjálfstætt starfandi lögmenn. Til þess þurfa þeir að öðlast lögmennskuréttindi hér á landi og standast próf til lögmennskuréttinda. Hins vegar er ekki útilokað að þeir geti starfað fyrir atvinnurekendur hér á landi en til þess þyrftu þeir að fá atvinnuleyfi.

Félagsmálaráðherra veitir atvinnuleyfi til útlendinga eða til atvinnurekanda sem hyggst ráða útlending í vinnu. Síðarnefndu leyfin eru ýmsum skilyrðum háð, meðal annars að kunnáttumenn verði ekki fengnir í starfið hér innanlands og atvinnuvegi landsins skorti vinnuafl, eins og fram kemur í a-lið 1. mgr. 7. gr. laganna.

Vilji erlendur lögfræðingur sem er utan EES-svæðisins öðlast réttindi sem lögmaður hér á landi þyrfti hann að afla sér lögmennskuréttinda. Skilyrði fyrir því eru að hafa lokið lagaprófi frá íslenskum háskóla eða hafa sambærilegt próf frá öðrum háskóla ef prófnefnd telur sýnt að umsækjandinn hafi næga þekkingu á íslenskum lögum. Einnig þarf hann að standast próf til að fá réttindin. Nái hann prófinu er honum hins vegar ekkert að vanbúnaði að hefja störf sem lögmaður hér á landi. Það er þó eflaust erfitt, enda mikil vinna að setja sig inn í lagareglur hverrar þjóðar, svo ekki sé minnst á tungumálið....