Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 403 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann...

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...

category-iconHugvísindi

Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?

Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...

category-iconFornleifafræði

Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Hvernig er hægt að vita hversu gamall gripur er? Löngu áður en algildar tímasetningaraðferðir eins og kolefnisaldursgreining voru þróaðar um og eftir miðja 20. öld, höfðu fornleifafræðingar fundið leiðir til að raða gripum í tímaröð eftir efni og gerð. Gerðfræði, eða typologia, fæst við að flokka gripi, að ákveða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?

Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?

Síþreyta er sjúkdómur sem getur herjað á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en er algengust meðal yngri kvenna. Stundum fylgir síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er þó langt frá því að vera algilt. Sumir telja sjúkdóm í miðtaugakerfi orsök síþreytu en aðrir að sjúkdómurinn sé a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?

Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...

category-iconVísindavefur

Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson) Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson) Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson) Hvað er ljósið lengi frá sólu til jar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?

Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...

category-iconFélagsvísindi

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?

Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fiskar eru hákettir?

Hákettir (Holocephali) eru einn undirflokkur brjóskfiska (Chondrichthyes), eins og háfiskar og skötur. Það sem greinir háketti frá hinum undirflokkunum eru fáar og stórar tennur. Einnig er gómbrjóskið samgróið hauskúpunni og ólíkt háfiskum (hákörlum) þá vottar fyrir tálknlokum hjá háköttum. Roð hákatta er er slétt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að endurlífga loðfílinn?

Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?

Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...

category-iconLæknisfræði

Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...

Fleiri niðurstöður