Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?

Árni Helgason

Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi er eftirfylgni með slíkri verslun svipuð og með annarri verslun, þar sem félög í netverslun skila inn skattframtölum og þeim bókhaldsgögnum sem lög kveða á um. Rekstur slíkra verslana er allajafna í einhverju af þeim félagaformum sem til staðar eru, það er sem einkahlutafélag eða einkafirma eða jafnvel að slíkar verslanir séu reknar á kennitölu eiganda. 

Þar sem viðskipti á vefnum fara í nánast öllum tilfellum fram með greiðslukorti er allajafna hægt um vik að fylgjast með og hafa upp á færslum. Að sama skapi eru lén, sem slíkar verslanir kaupa, skráð á einstaklinga þannig að ýmsar leiðir eru til þess að hafa upp á þeim sem halda úti vefverslunum. Svindl á vefnum þekkist þó að sjálfsögðu og er þeim sem vilja nýta sér kosti vefsins til að versla bent á að fara varlega í að gefa upp kortanúmerið sitt og aðrar upplýsingar. Hér má til að mynda finna leiðbeiningar um ýmis heilræði og hvað skuli forðast þegar verslað er á vefnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir? Hvernig er fylgst með þeim og hvar má nálgast upplýsingar um stofnun og rekstur á þeim?

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

9.12.2009

Spyrjandi

Ásmundur Óskar Einarsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54171.

Árni Helgason. (2009, 9. desember). Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54171

Árni Helgason. „Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?
Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi er eftirfylgni með slíkri verslun svipuð og með annarri verslun, þar sem félög í netverslun skila inn skattframtölum og þeim bókhaldsgögnum sem lög kveða á um. Rekstur slíkra verslana er allajafna í einhverju af þeim félagaformum sem til staðar eru, það er sem einkahlutafélag eða einkafirma eða jafnvel að slíkar verslanir séu reknar á kennitölu eiganda. 

Þar sem viðskipti á vefnum fara í nánast öllum tilfellum fram með greiðslukorti er allajafna hægt um vik að fylgjast með og hafa upp á færslum. Að sama skapi eru lén, sem slíkar verslanir kaupa, skráð á einstaklinga þannig að ýmsar leiðir eru til þess að hafa upp á þeim sem halda úti vefverslunum. Svindl á vefnum þekkist þó að sjálfsögðu og er þeim sem vilja nýta sér kosti vefsins til að versla bent á að fara varlega í að gefa upp kortanúmerið sitt og aðrar upplýsingar. Hér má til að mynda finna leiðbeiningar um ýmis heilræði og hvað skuli forðast þegar verslað er á vefnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir? Hvernig er fylgst með þeim og hvar má nálgast upplýsingar um stofnun og rekstur á þeim?
...