Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 519 svör fundust
Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?
Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...
Hvað er kol?
Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...
Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?
Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...
Hvað er hæsta lifandi vera há?
Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...
Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?
Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Hvaða búr er í Búrfelli?
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau. Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús. Forliður nafnsins Búr...
Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...
Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...
Eftir hverjum er Gaulverjahreppur / Gaulverjabær nefndur?
Gaulverjabær er kirkjustaður í Gaulverjabæjarhreppi (nú Flóahreppi) í Flóa og er nefndur í Landnámabók. Þar segir að Loftur Ormsson hafi komið af Gaulum og numið land á þeim slóðum „ok bjó í Gaulverjabæ ok Oddný móðir hans, dóttir Þorbjarnar gaulverska“ (Íslenzk fornrit I:368). Nafnið hefur oft verið stytt í B...
Hvers vegna fær maður straum þegar maður fer út úr bíl í frosti og hvernig kemur maður í veg fyrir það?
Þessari spurningu er að mestu svarað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað er stöðurafmagn? Þar kemur til dæmis fram að stöðurafmagn sest öðru fremur á bíla þegar loft er þurrt, og það á einmitt oft við í frosti. Þurr dekk einangra bílana frá jörð þannig að rafhleðslan ...
Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?
Uppruni orðsins frón ‘land, jörð’ er óviss. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og þá sérstaklega um Ísland. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:211) bendir Ásgeir Blöndal Magnússon á örnefnið Fron í Noregi sem talið er að hafi í upphafi átt við einkenni í landslagi sem menn vita ekki lengur hver voru og öll ættfær...
Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?
Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...
Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?
Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miða...