Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2421 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?

Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?

Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?

Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...

category-iconBókmenntir og listir

Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann? Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipz...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?

Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?

Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin. Mannsnaf...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?

Já, frá jörðinni sjást nokkrir rauðir risar með berum augum, en það er hins vegar erfitt að segja til um hvort myndin sem spyrjandi tók sýni rauðan risa. Frá Íslandi séð eru stjörnurnar Aldebaran í Nautinu, Arktúrus í Hjarðmanninum og Pollux í Tvíburunum þekktustu rauðu risarnir sem sjást með berum augum, en ei...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Robert Boyle og hvert var hans framlag til vísindanna?

Robert Boyle (1627-1691) var írskur eðlis- og efnafræðingur. Hann er oft kallaður frumkvöðull nútíma efnafræði og er þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmál um vensl þrýstings og rúmmáls fyrir gas. Áhugi Boyles lá víðar og má til dæmis nefna að eftir hann liggja fjölmörg rit á sviði heimspeki, læknisfræði og trú...

category-iconHugvísindi

Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?

Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

category-iconHugvísindi

Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?

Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...

Fleiri niðurstöður