Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin.

Mannsnafnið Ánn var til í fornu máli og ánn getur merkt erfiði.

Í fornu máli var til mannsnafnið Ánn, (einnig ritað Án) sem Ásgeir Blöndal Magnússon telur blandaðrar ættar, annars vegar tengt ái ‛forfaðir’ og hins vegar nafninu Auðunn. Mannsnafnið gæti ef til vill legið að baki bæjarheitinu Ánastaðir.

Heimildir um samheitið ánn eru til elstar frá 16. öld í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans í merkingunni ‛erfiði, amstur, annir’ og um án í sömu merkingu frá 17. öld. Yngri heimildir eru um orðið áni í merkingunni ‛amstur, annir’. Erfitt er að sjá af þessum heimildum hvernig götuheitið Ánaland er hugsað.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.10.2011

Spyrjandi

Viðar Eggertsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?“ Vísindavefurinn, 19. október 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60523.

Guðrún Kvaran. (2011, 19. október). Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60523

Guðrún Kvaran. „Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60523>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin.

Mannsnafnið Ánn var til í fornu máli og ánn getur merkt erfiði.

Í fornu máli var til mannsnafnið Ánn, (einnig ritað Án) sem Ásgeir Blöndal Magnússon telur blandaðrar ættar, annars vegar tengt ái ‛forfaðir’ og hins vegar nafninu Auðunn. Mannsnafnið gæti ef til vill legið að baki bæjarheitinu Ánastaðir.

Heimildir um samheitið ánn eru til elstar frá 16. öld í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans í merkingunni ‛erfiði, amstur, annir’ og um án í sömu merkingu frá 17. öld. Yngri heimildir eru um orðið áni í merkingunni ‛amstur, annir’. Erfitt er að sjá af þessum heimildum hvernig götuheitið Ánaland er hugsað.

Mynd:...