Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?

Sævar Helgi Bragason

Já, frá jörðinni sjást nokkrir rauðir risar með berum augum, en það er hins vegar erfitt að segja til um hvort myndin sem spyrjandi tók sýni rauðan risa.

Frá Íslandi séð eru stjörnurnar Aldebaran í Nautinu, Arktúrus í Hjarðmanninum og Pollux í Tvíburunum þekktustu rauðu risarnir sem sjást með berum augum, en einnig má nefna Dubhe í Karlsvagninum og Almak í Andrómedu. Rauða risaskeiðið stendur tiltölulega stutt yfir í ævi stjarna. Þess vegna eru rauðir risar og reginrisar aðeins um 1% af þeim stjörnum sem sjá má á himinhvolfinu.

Mynd sem spyrjandi tók miðsvæðis í Reykjavík þann 25.10.2011.

Stjörnur á borð við sólina okkar breytast í rauða risa undir lok ævi þeirra. Þegar vetnisforði slíkra stjarna er uppurinn geta þær ekki framleitt orku á sama hátt og áður, það er með því að breyta vetni í helín með kjarnasamruna í kjarna sínum. Þær byrja þá að þenjast út og verða um eða yfir 10 til 100 sinnum breiðari en sólin okkar. Við útþensluna kólna þær og verða milli 3.000 og 6.000°C heitar. Við kólnunina breytist liturinn í rauðan eða rauðappelsínugulan. Þess vegna eru þessar stjörnur nefndar rauðir risar.

 

Á þessari mynd sést vel stærðarmunur á rauða risanum Aldebaran og sólinni okkar.

Eftir sex milljarða ára eða svo, breytist sólin okkar í rauðan risa. Þetta skeið stendur stutt yfir en að því loknu þeytir hún frá sér ystu efnislögum sínum. Þá myndast svonefnd hringþoka og í miðju hennar er nakinn kjarni sólar sem eitt sinn skein skært, svokallaður hvítur dvergur.

Stjörnur sem eru meira en níu sólmassar, þenjast enn frekar út og verða mun stærri en risarnir, jafnvel meira en 1000 sinnum breiðari en sólin. Þessar stjörnur nefnast reginrisar. Betelgás í Óríon og Antares í Sporðdrekanum eru dæmi um rauða reginrisa en aðeins sú fyrrnefnda sést frá Íslandi. Rauðir reginrisar enda ævi sína sem sprengistjörnur.

Heimildir

Myndir:
  • Fyrri myndina tók spyrjandi og hún er líka vistuð hér.
  • Wikipedia.org. Sótt 21.11.2011 og íslenskuð af ritstjórn Vísindavefsins.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er hægt að sjá rauða risa frá jörðinni? Þessi mynd var tekin 25.okt klukkan 03:00, miðsvæðis í Reykjavík. Hvað gæti þetta verið sem við sjáum á miðri mynd?

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.11.2011

Spyrjandi

María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61000.

Sævar Helgi Bragason. (2011, 23. nóvember). Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61000

Sævar Helgi Bragason. „Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61000>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?
Já, frá jörðinni sjást nokkrir rauðir risar með berum augum, en það er hins vegar erfitt að segja til um hvort myndin sem spyrjandi tók sýni rauðan risa.

Frá Íslandi séð eru stjörnurnar Aldebaran í Nautinu, Arktúrus í Hjarðmanninum og Pollux í Tvíburunum þekktustu rauðu risarnir sem sjást með berum augum, en einnig má nefna Dubhe í Karlsvagninum og Almak í Andrómedu. Rauða risaskeiðið stendur tiltölulega stutt yfir í ævi stjarna. Þess vegna eru rauðir risar og reginrisar aðeins um 1% af þeim stjörnum sem sjá má á himinhvolfinu.

Mynd sem spyrjandi tók miðsvæðis í Reykjavík þann 25.10.2011.

Stjörnur á borð við sólina okkar breytast í rauða risa undir lok ævi þeirra. Þegar vetnisforði slíkra stjarna er uppurinn geta þær ekki framleitt orku á sama hátt og áður, það er með því að breyta vetni í helín með kjarnasamruna í kjarna sínum. Þær byrja þá að þenjast út og verða um eða yfir 10 til 100 sinnum breiðari en sólin okkar. Við útþensluna kólna þær og verða milli 3.000 og 6.000°C heitar. Við kólnunina breytist liturinn í rauðan eða rauðappelsínugulan. Þess vegna eru þessar stjörnur nefndar rauðir risar.

 

Á þessari mynd sést vel stærðarmunur á rauða risanum Aldebaran og sólinni okkar.

Eftir sex milljarða ára eða svo, breytist sólin okkar í rauðan risa. Þetta skeið stendur stutt yfir en að því loknu þeytir hún frá sér ystu efnislögum sínum. Þá myndast svonefnd hringþoka og í miðju hennar er nakinn kjarni sólar sem eitt sinn skein skært, svokallaður hvítur dvergur.

Stjörnur sem eru meira en níu sólmassar, þenjast enn frekar út og verða mun stærri en risarnir, jafnvel meira en 1000 sinnum breiðari en sólin. Þessar stjörnur nefnast reginrisar. Betelgás í Óríon og Antares í Sporðdrekanum eru dæmi um rauða reginrisa en aðeins sú fyrrnefnda sést frá Íslandi. Rauðir reginrisar enda ævi sína sem sprengistjörnur.

Heimildir

Myndir:
  • Fyrri myndina tók spyrjandi og hún er líka vistuð hér.
  • Wikipedia.org. Sótt 21.11.2011 og íslenskuð af ritstjórn Vísindavefsins.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er hægt að sjá rauða risa frá jörðinni? Þessi mynd var tekin 25.okt klukkan 03:00, miðsvæðis í Reykjavík. Hvað gæti þetta verið sem við sjáum á miðri mynd?
...