Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 225 svör fundust

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

category-iconNæringarfræði

Hver er kjörþyngd meðalmanns?

Líkamsmassastuðull (e. body mass index, BMI) er algengasta tækið til að meta holdafar einstaklinga. Stuðullinn er reiknaður með því að deila í líkamsmassa ("þyngd") í kg með hæð í metrum í öðru veldi. Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) teljast þeir vera í kjörþyngd sem hafa líkam...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?

Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?

Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...

category-iconVeirur og COVID-19

Er hægt að sanna að veiran SARS-CoV-2 valdi COVID-19?

Upprunalega spurningin var svona: Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19). Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ák...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?

Ofbeldismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og hnífaburður ungmenna talinn vaxandi vandi. Manndrápsmál vekja þó jafnan meiri óhug ekki síst þegar börn eiga í hlut sem gerendur eða þolendur. Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann v...

category-iconMannfræði

Hvað var gert við hina látnu hjá neanderdalsmönnum?

Neanderdalsmenn voru uppi frá því fyrir um 130.000 árum og þar til fyrir rétt innan við 30.000 árum. Þeir voru því uppi á ísaldarskeiði í um það bil hundrað þúsund ár. Þeir hafa nokkra sérstöðu meðal yngri tegunda homo og er deilt um hvort þeir hafi verið hlekkur í þróunarkeðju hans í þeim skilningi að tegundin ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?

Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna. Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið. Þegar skoðaðar eru tölu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.

Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

category-iconMannfræði

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?

Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...

category-iconHugvísindi

Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?

Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?

Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara ...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp flugvélina?

Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?

Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598. Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...

Fleiri niðurstöður