Til að svara spurningunni um hver sé kjörþyngd meðalmanns, þá liggur beint við að gera það út frá meðalhæð og þeim viðmiðum sem að ofan greinir fyrir líkamsmassastuðul. Meðalhæð hefur aukist mikið hérlendis á síðustu öld og eru Íslendingar nú meðal hæstu þjóða. Meðalhæð íslenskra karlmanna er nú 180,6 cm og kvenna 167,24 cm 2. Kjörþyngd meðalmannsins er því á bilinu 60-81 kg og meðalkonunnar 54-72 kg. Eins og sjá má er þetta nokkuð vítt bil, en bent hefur verið á að BMI í kringum miðbikið eða aðeins nær hærri mörkum, til dæmis í kringum 22-24, sé tengt hvað minnstri heilsufarslegri áhættu. Í hóprannsókn Hjartaverndar kom í ljós að lægsta heildardánartíðnin var hjá þeim sem höfðu BMI 23-24 3. Að endingu er rétt að geta þess að líkamsmassastuðull tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar fólks þótt hann sé ágætt tæki til að meta holdafar. Hann greinir til dæmis ekki á milli þyngdar vöðva og fitu og því getur mjög vöðvastæltur grannur einstaklingur haft jafnháan stuðul og annar sem hefur fitu í stað vöðva 1. Hér er reiknivél til að finna út líkamsmassastuðul.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er BMI? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Er offita arfgeng? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
1Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Lýðheilsustöð, 2006.
2 Dagbjartsson A, Þórsson ÁV, Pálsson GI, Arnórsson VH. "Hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga 6-20 ára." Læknablaðið, 2000; 86: 509-14. 3 Offita. Taktu hana alvarlega... Bæklingur Hjartaverndar, 2001. Mynd: