Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 270 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconFélagsvísindi

Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?

Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...

category-iconLæknisfræði

Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?

Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986). Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?

Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Rannsóknir Ásge...

category-iconOrkumál

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?

Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi. Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa v...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...

category-iconSálfræði

Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni s...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?

Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meða...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?

Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínu...

category-iconFornleifafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Gavin Lucas rannsakað?

Gavin Lucas er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann er upprunalega frá Englandi en flutti til Íslands árið 2002, fyrst til að vinna fyrir sjálfstæða rannsóknastofnun í fornleifafræði (Fornleifastofnun Íslands) en flutti sig svo til Háskóla Íslands 2006. Rannsóknaráhugi hans beinist helst að for...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Oddný Mjöll Arnardóttir stundað?

Oddný Mjöll Arnardóttir er rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands og dómari við Landsrétt. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við mannréttindi, bæði frá sjónarhorni stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar og Evrópuréttar. Þá hafa viðfangsefni hennar öðrum þræði verið réttarheimspekileg auk þess sem hún hefur la...

category-iconJarðvísindi

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?

Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreyti...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er upplýsingaóreiða?

Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...

category-iconStærðfræði

Hvað er níu-prófun?

Öll spurningin hljóðaði svona: Mér var kennt um miðja síðustu öld að finna þversummu þar til aðeins einn tölustafur stæði eftir. Dæmi: 378 ... 3 + 7 + 8 = 18 og 1 + 8 = 9. Þar með væri þversumma tölunnar 378 níu. Er það rangt? Og ef svo er, hvað kallast þá að taka ítrekað þversummu niður í einn tölustaf? V...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru ormagöng?

Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...

Fleiri niðurstöður