Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gavin Lucas er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann er upprunalega frá Englandi en flutti til Íslands árið 2002, fyrst til að vinna fyrir sjálfstæða rannsóknastofnun í fornleifafræði (Fornleifastofnun Íslands) en flutti sig svo til Háskóla Íslands 2006.
Rannsóknaráhugi hans beinist helst að fornleifafræði nýaldar (um 1500 til nútímans) og fornleifafræðikenninga. Hann hefur stýrt fjölda rannsóknaverkefna á Íslandi, meðal annars uppgreftri á biskupssetri og skóla í Skálholti (2002–2007) og fiskiþorps í Viðey frá upphafi tuttugustu aldar (2011), en vinnur nú að uppgreftri á koti frá sautjándu og átjándu öld á Seltjarnarnesi. Gavin stýrir einnig verkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði og fjallar um fornleifafræði einokunarverslunar á Íslandi á sautjándu og átjándu öld ásamt tveimur doktorsnemum, ásamt því að vinna náið með nýdoktor að rannsókn á fornleifafræði dánarbúa.
Rannsóknaráhugi Gavins beinist helst að fornleifafræði nýaldar (um 1500 til nútímans) og fornleifafræðikenninga.
Gavin hefur unnið við fornleifafræði síðan hann var unglingur snemma á níunda áratugnum en formleg menntun hans í fornleifafræði hófst í grunnnámi við Institute of Archaeology við University College London seint á níunda áratugnum og hélt áfram gegnum doktorsnám við Cambridge-háskóla á tíunda áratugnum. Hann hefur unnið við fornleifarannsóknir í mörgum löndum, meðal annars Ítalíu, Tyrklandi og Suður-Afríku, auk Englands og Íslands.
Gavin hefur birt mikið um fornleifafræðikenningar auk fornleifafræði nýaldar, sérstaklega um framkvæmdir og aðferðir í fornleifafræði. Hann hefur meðal annars skrifað bækurnar Critical Approaches to Fieldwork (Routledge, 2001), The Archaeology of Time (Routledge, 2005), Understanding the Archaeological Record (Cambridge University Press, 2012) og Writing the Past (Routledge, 2019). Hann hefur einnig gefið út bók um verkefni sitt í Suður-Afríku, An Archaeology of Colonial Identity (Springer, 2004), og ritstýrt ásamt öðrum bókinni Archaeologies of the Contemporary Past (Routledge, 2001). Árið 2009 ritstýrði Gavin bók um uppgröft á eldaskála á Hofstöðum í Mývatnssveit. Hann vinnur um þessar mundir að handriti um uppgröftinn í Skálholti.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gavin Lucas rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76703.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Gavin Lucas rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76703
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gavin Lucas rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76703>.