Sólin Sólin Rís 07:10 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:50 • Sest 12:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:21 • Síðdegis: 15:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:10 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:50 • Sest 12:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:21 • Síðdegis: 15:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?

Gunnlaugur Björnsson

Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga.

Makemake er lítil dvergreikistjarna, þvermálið um níundi hluti af þvermáli jarðar og hún er um 45 sinnum lengra frá sól. Hún þarf 305 jarðarár til að ljúka einni umferð um sólu. Sólarhringurinn er hins vegar álíka langur og á jörðinni, um 23 klukkustundir. Yfirborð Makemake er firnakalt og ólíklegt er að þar þrífist líf af nokkru tagi.

Hubblessjónaukinn fann tungl á braut um Makemake árið 2016. Tunglið er agnarsmátt, þvermál þess er talið aðeins um 160 km eða svo. Mjög erfitt er að greina tunglið því að birta þess er innan við þúsundasti hluti af birtu Makemake svo að það týnist auðveldlega í glýjunni.

Staðfestar dvergreikistjörnur sólkerfisins eru fimm. Þær sjást hér á mynd ásamt ártali sem tilgreinir hvenær þær fundust.

Fundur Makemake og Eris nokkrum mánuðum fyrr, varð til þess að skilgreiningin á því hvenær hnöttur skuli teljast reikistjarna var í uppnámi. Á heimsþingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) árið 2006 var því skerpt á skilgreiningunni og flokkur dvergreikistjarna varð til.

Reikistjörnur sólkerfisins teljast því vera átta og staðfestar dvergreikistjörnur fimm, en auk þeirra fjögurra sem nefndar eru að ofan tilheyrir smástirnið Ceres þeim flokki líka. Fjöldi útstirna handan brautar Neptúnusar skiptir þúsundum og smærri einingar milljónum eða milljörðum. Talið er að útstirnin séu leifar þess efnis sem sólkerfið varð til úr, fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára.

Myndir:

Texti þessa svars birtist fyrst í Almanaki Háskóla Íslands 2024 og er endurbirtur hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er skilgreining á dvergreikistjörnu og hversu margar af þeirri sort eru í sólkerfinu okkar?

Höfundur

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

19.3.2025

Spyrjandi

Gabríel Ísa Einasson

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson. „Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2025, sótt 25. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=74800.

Gunnlaugur Björnsson. (2025, 19. mars). Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74800

Gunnlaugur Björnsson. „Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2025. Vefsíða. 25. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74800>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?
Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga.

Makemake er lítil dvergreikistjarna, þvermálið um níundi hluti af þvermáli jarðar og hún er um 45 sinnum lengra frá sól. Hún þarf 305 jarðarár til að ljúka einni umferð um sólu. Sólarhringurinn er hins vegar álíka langur og á jörðinni, um 23 klukkustundir. Yfirborð Makemake er firnakalt og ólíklegt er að þar þrífist líf af nokkru tagi.

Hubblessjónaukinn fann tungl á braut um Makemake árið 2016. Tunglið er agnarsmátt, þvermál þess er talið aðeins um 160 km eða svo. Mjög erfitt er að greina tunglið því að birta þess er innan við þúsundasti hluti af birtu Makemake svo að það týnist auðveldlega í glýjunni.

Staðfestar dvergreikistjörnur sólkerfisins eru fimm. Þær sjást hér á mynd ásamt ártali sem tilgreinir hvenær þær fundust.

Fundur Makemake og Eris nokkrum mánuðum fyrr, varð til þess að skilgreiningin á því hvenær hnöttur skuli teljast reikistjarna var í uppnámi. Á heimsþingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) árið 2006 var því skerpt á skilgreiningunni og flokkur dvergreikistjarna varð til.

Reikistjörnur sólkerfisins teljast því vera átta og staðfestar dvergreikistjörnur fimm, en auk þeirra fjögurra sem nefndar eru að ofan tilheyrir smástirnið Ceres þeim flokki líka. Fjöldi útstirna handan brautar Neptúnusar skiptir þúsundum og smærri einingar milljónum eða milljörðum. Talið er að útstirnin séu leifar þess efnis sem sólkerfið varð til úr, fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára.

Myndir:

Texti þessa svars birtist fyrst í Almanaki Háskóla Íslands 2024 og er endurbirtur hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er skilgreining á dvergreikistjörnu og hversu margar af þeirri sort eru í sólkerfinu okkar?...