Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 283 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?

Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?

Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?

Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í ...

category-iconFélagsvísindi

Hver var gyðingurinn gangandi?

Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?

Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru nútímahraun?

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...

category-iconOrkumál

Hvað er sjálfbær orkunýting?

Orðið „sjálfbær“ er þarna notað í svipaðri merkingu og þegar talað er um „sjálfbæra þróun“, sjá prýðilegt svar Ólafs Páls Jónssonar um það efni: Hvað merkja orðin sjálfbær þróun? Hér verður hins vegar rætt sérstaklega um nýtingu orkunnar eftir orkulindum. Jarðefnaeldsneyti Orkunýting mannkynsins á síðustu öldu...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru minnisþulur?

Minnisvísur eða minnisþulur eru einfaldasta gerð fræðiljóða og hafa þekkst meðal margra þjóða að minnsta kosti frá því á miðöldum. Í þeim eru ýmiss konar reglur eða fróðleiksatriði sett saman í bundið mál til að hægara sé að muna þau. Oft eru þær ekki annað en upptalning en ósjaldan er einhverjum orðum bætt við ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?

Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Þingvallavatn til?

Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna ráðast hundar á ketti?

Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru: Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þ...

Fleiri niðurstöður