Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?

Árni Björnsson

Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve Þórbergur Þórðarson var iðinn við að skrá draugasögur úr sinni sveit. Nú á dögum gætu menn ályktað að Árnessýsla væri draugsælli en aðrir landshlutar eftir að Bjarni Harðarson gaf út bók sína Landið, fólkið og þjóðtrúin árið 2001 og Draugasetrið var stofnað á Stokkseyri.


Hér er nokkuð draugalegt um að lítast.

Sjálfsagt væri unnt að fara gegnum allar bækur sem innihalda draugasagnir á landinu frá upphafi vega og reyna að skipa þeim niður á landsvæði. Það yrði mikil handavinna og gæti reynst snúin því að sumir draugar gengu um fleiri sveitir en eina og stundum undir ólíkum nöfnum.

Í bókinni Íslenskt vættatal sem út kom 1990 eru einungis teknar með þær vættir sem fengið hafa sérnafn. Nafngreindir draugar í henni eru:
  • 86 á Miðnorðurlandi
  • 62 á Norðvesturlandi
  • 48 á Suðvesturlandi
  • 41 á Miðvesturlandi
  • 37 á Miðausturlandi
  • 25 á Norðausturlandi
  • 12 á Suðausturlandi
  • 9 í Vestmannaeyjum.
Þetta segir samt lítið um útbreiðslu draugasagna því nafnlausir draugar eru að sjálfsögðu langtum fleiri en hinir nafngreindu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

5.7.2007

Spyrjandi

Atli Már Helenuson

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6711.

Árni Björnsson. (2007, 5. júlí). Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6711

Árni Björnsson. „Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?
Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve Þórbergur Þórðarson var iðinn við að skrá draugasögur úr sinni sveit. Nú á dögum gætu menn ályktað að Árnessýsla væri draugsælli en aðrir landshlutar eftir að Bjarni Harðarson gaf út bók sína Landið, fólkið og þjóðtrúin árið 2001 og Draugasetrið var stofnað á Stokkseyri.


Hér er nokkuð draugalegt um að lítast.

Sjálfsagt væri unnt að fara gegnum allar bækur sem innihalda draugasagnir á landinu frá upphafi vega og reyna að skipa þeim niður á landsvæði. Það yrði mikil handavinna og gæti reynst snúin því að sumir draugar gengu um fleiri sveitir en eina og stundum undir ólíkum nöfnum.

Í bókinni Íslenskt vættatal sem út kom 1990 eru einungis teknar með þær vættir sem fengið hafa sérnafn. Nafngreindir draugar í henni eru:
  • 86 á Miðnorðurlandi
  • 62 á Norðvesturlandi
  • 48 á Suðvesturlandi
  • 41 á Miðvesturlandi
  • 37 á Miðausturlandi
  • 25 á Norðausturlandi
  • 12 á Suðausturlandi
  • 9 í Vestmannaeyjum.
Þetta segir samt lítið um útbreiðslu draugasagna því nafnlausir draugar eru að sjálfsögðu langtum fleiri en hinir nafngreindu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...