Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver. Einn til hinir kjósa sér. Febrúar tvenna fjórtán ber frekar einn þá hlaupár er.Margar aðrar minnisvísur um veður og tímatal eru í þessu rímtali og hafa nokkrar þeirra lifað í almanökum fram á okkar daga.
Algeng minnistækni er að semja vísur um það sem muna skal, svo sem dagafjölda mánaðanna.
1,4142 1,732 það heyr! 2,236 hér sjá setta í rætur tvo, fimm, þrjá.Um miðja 20. öld setti Einar Bogason kennari frá Hringsdal í Arnarfirði saman Stærðfræðileg formúluljóð, Landfræðilegar minnisvísur og Stafsetningarljóð. Sumar vísurnar höfðu lagboða, til dæmis Stóð ég úti í tunglsljósi. Einhver annar samdi efnafræðileg formúluljóð og í þeim fengu hortittirnir ósjaldan að blómstra eins og í þessu dæmi um ammoníakið:
Ammoníak er NH3 - ekki er því að leyna. Lofttegund og lykt óhýr líka kemur til greina.Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Hvað er ljóð? eftir Stellu Soffíu Jóhannesdóttur.
- Hvernig er best að læra undir próf? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? eftir Jörgen Pind.
- Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti bókmenntafræði. Rv. 1983.
- Calendarium. Íslenzkt rím 1597. Útg. Þorsteinn Sæmundsson. Rv. 1968.
- Einar Bogason frá Hringsdal. Stærðfræðileg formúluljóð. 2. útg. Rv. 1950.
- Mynd: Calendar Preview. Flickr.com. Höfundur myndar er mricon. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.