Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1391 svör fundust

category-iconLögfræði

Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?

Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu og að hvaða leyti er hafsvæðið frábrugðið hér við land en á svipuðum breiddargráðum? Það sem helst ræður þeim þörungablóma sem verður á grunnsævinu við landið og öðrum svæðum í Norðaustur-Atlantshafi og sambæril...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus?

Upprunalega fyrirspurnin var: Mig vantar íslensk heiti á risaeðlunum abelisaurus og eustreptospondylus. Eftir því sem næst verður komist eru ekki til íslensk heiti á þeim risaeðlum sem spurt er um. Þau heiti sem hér verður stungið upp á eru því eingöngu byggð á áliti höfundar þessa svars. Abelisaurus er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að Íslendingar hafi ruglast á orðunum sæng og dýna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú segja Íslendingar sæng og dýna meðan Danir segja seng og dyne (seng þýðir þá rúm) og dyne þýðir sæng. Það hefur mikið verið rætt á okkar heimili sem er íslenskt og danskt, hvort sé upprunalega rétt. Það er hvort rugluðumst við Íslendingar eða Danir á merkingu eða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða vífilengjur eru þetta?

Upprunalega spurningin var: Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt. Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?

Öll spurningin hljómaði svona:Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?

Eftir því sem vitað er tengist orðasambandið að prumpa í stampinn Norðurlandi, einkum Akureyri. Það er í raun merkingarlítið. Allir þekkja sögnina að prumpa ‘leysa vind’ og nafnorðið stamp um kringlóttan bala. Sunnlendingar gerðu og gera ef til vill enn gys að norðlensku málfari, einkum rödduðum framburði. Á Tímar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að örfín glerbrot séu sett í íslenska neftóbakið til að fá skjótari áhrif?

Nei, íslenska tóbakið inniheldur hvorki hrossaskít né glerbrot eins og margir telja. Ástæðan fyrir flökkusögunni um að örfín glerbrot séu í munn- eða neftóbaki er líklega sú að stundum svíður mönnum undan tóbakinu. Í íslenska neftóbakinu er hrátóbak, pottaska (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og va...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“?

Á sumum hinna Norðurlandanna, að minnsta kosti Noregi og Danmörku, er markedsøkonom stundum notað sem titill fyrir fólk sem lokið hefur tveggja ára háskólanámi í viðskiptafræði. Boðið er upp á svipað nám hérlendis en nokkuð er misjafnt hvaða titil, ef nokkurn, þeir sem útskrifast nota. Þeir sem útskrifast hafa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til íslenskt orð í staðinn fyrir hálf-íslenska orðið „töffari”?

Orðið töffari hefur fleiri en eina merkingu. Það er haft um þann sem klæðir sig á áberandi hátt og er þá notað svipað og stælgæi. En það er einnig notað um þann sem lætur mikið á sér bera á ákveðnu sviði, vill ganga í augun á félögunum. Hann er sem sagt kaldur karl eða svalur náungi. Íslenska á afar mörg orð no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er íslenska orðið yfir ADSL eða hvernig má þýða skammstöfunina?

Skammstöfunin ADSL stendur fyrir 'asymmetric digital subscriber line' sem merkir 'ósamhverf stafræn notendalína'. Útlenda skammstöfunin er notuð óbreytt í íslensku máli. ADSL er háhraða gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalínur inn á Netið eða fyrirtækjanet. Með ADSL-þjónustu er notandinn sítengdur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?

Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...

category-iconHagfræði

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...

category-iconLögfræði

Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti. Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á...

Fleiri niðurstöður