Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða reytum er fólk stundum að rugla saman?
Orðatiltækið að rugla saman reytum virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá öldinni sem leið. Reytur er notað í merkingunni ‛litlar eigur, smádót, sundurlaus ull eða lagðar, lélegt engi’. Þegar par ruglar saman reytum sínum er þá átt við að það blandi saman því sem það á, ...
Þyngist maður við það að byrja á pillunni?
Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....
Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?
Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartak...
Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...
Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?
Hjartastækkun er ástand þar sem geta hjartans til að dæla blóði er skert þar sem aðal dælingarhólf þess, vinstri slegillinn, er veiklað og útþanið. Í sumum tilfellum hindrar þetta ástand að hjartað hvílist og fyllist af blóði. Eftir því sem frá líður geta hin hjartahólfin einnig orðið fyrir áhrifum. Stækkað hjarta...
Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?
Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...
Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvort á að gefa börnum sem eru vaxa léttmjólk eða nýmjólk? Stutta og laggóða útgáfan: Samkvæmt íslenskum ráðleggingum ætti að gefa börnum frá tveggja ára aldri léttmjólk og/eða aðrar mjólkurvörur sem eru fituminni en nýmjólk. Áður en spurningunni er svarað í leng...
Hvað mjólka kýr lengi eftir að þær bera?
Það er breytilegt hversu lengi kýr mjólka eftir burð. Meginreglan er þó sú að kýr mjólkar nokkuð kröftuglega í um það bil sex mánuði eftir burð síðan dregur jafnt og þétt úr nytinni. Þó eru dæmi eru um að nytin falli ekki að marki fyrr en eftir 9-12 mánuði og haldist jafnvel enn lengur, en slíkt er sjaldgæft. ...
Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?
Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...
Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?
Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...
Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...
Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes, ef svo er, hvers vegna? Tollsvæði íslenska ríkisins er eins og segir í tollalögum landið ásamt eyjum og útskerjum sem því tilheyra, svo og tólf mílna landhelgi umhverfis það eins og hún er afmörkuð í lögum um la...
Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?
Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...
Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?
Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...