Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4448 svör fundust
Hvað er annars vegar lán með jöfnum afborgunum og hins vegar jafngreiðslulán?
Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni þá greiðir lántakandi alltaf sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins m...
Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?
Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...
Hver var Rosalind Franklin og hvernig tengist hún rannsóknum á DNA?
Rosalind Elsie Franklin var fædd í London árið 1920. Hún var af gyðingaættum. Hún lauk jafngildi B.Sc.-prófs í eðlisfræði frá Cambridge árið 1941 og hlaut doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá sama skóla árið 1945. Rannsóknir hennar til doktorsprófs snerust um vissa eiginleika kola. Frá 1947 til 1950 starfaði hún í Pa...
Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?
Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir). Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur s...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Sigurjónsdóttir rannsakað?
Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að máltöku íslenskra barna og hún hefur skrifað fjölda ritrýndra greina í alþjóðleg fræðirit um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls, auk þess sem hún hefur rannsakað ...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?
Sigurður H. Magnússon er gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann lauk formlega störfum í árslok 2017 en vinnur nú sem lausamaður hjá stofnuninni að nokkrum verkefnum. Viðfangsefni Sigurðar hafa verið margvísleg en mörg tengjast þau landnámi plantna og framvindu gróðurs. Hann hefur meðal annars...
Hvenær er næsta rímspillisár?
Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 ...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?
Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...
Hver fann upp ljósaperuna?
Að því marki sem réttmætt er að benda á einn tiltekinn einstakling, þá er það bandaríski uppfinningamaðurin Thomas Alva Edison. Eins og flestar aðrar uppgötvanir átti ljósaperan sér aðdraganda. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er ...
Hver var Jóhanna af Örk?
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...
Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?
Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...
Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir efnaverkfræðingur, er verkefnisstjóri við Efnis-, líf- og orkutæknideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og framkvæmdarstjóri Álklasans. Rannsóknir hennar hafa verið á ýmsum sviðum, allt frá efnisþróun hlífðarefna fyrir örgjörva, myndgreiningaraðferða á virkni efnahvata til osmósuvirkjana ...