Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3860 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?

Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?

Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig er þróun sólstjarna háttað?

Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast sýklalyfjaþol?

Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...

category-iconHugvísindi

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

category-iconHeimspeki

Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?

François-Marie Arouet er betur þekktur undir höfundarnafni sínu, Voltaire. Á fyrri hluta átjándu aldar tengdi fólk nafnið fyrst og fremst við ljóð- og leikritaskáldið sem var í senn erkióvinur og uppáhald franskrar hirðar, en í dag er hans frekar minnst fyrir sagnfræði- og heimspekileg ritverk sín. Mörg verka hans...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?

Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvé...

category-iconVeðurfræði

Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?

Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...

category-iconLögfræði

Er þjóðkirkjuskipanin í andstöðu við lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er enn þjóðkirkja á Íslandi, (að því er virðist) í andstöðu við bæði lög og hugsjón um algert og algilt trúfrelsi? (Svar við fyrri hluta spurningarinnar er að finna hér.) Kveðið er á um trúfrelsi í 63. og 64. gr. í Stjórnarskrá lýðveldisins og eru þær að me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?

Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?

Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...

category-iconHeimspeki

Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?

Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...

Fleiri niðurstöður